Gleðin í fyrirrúmi á Æsku Suðurlands

  • 17. mars 2025
  • Fréttir

Pollarnir létu ekki sitt eftir liggja í smalabrautinni

Smalameistarar og hringvallarséni

Fyrsta mótið af þremur í Æsku Suðurlands fór fram í reiðhöllinni á Flúðum í gær sunnudaginn 16.mars. Mótaröðin Æska Suðurlands er samstarfsverkefni hestamannafélaganna á Suðurlandi og eru mótin alls þrjú talsins það fyrsta í gær á Flúðum, það næsta verður svo haldið á Selfossi þann 30.mars og að lokum á Hellu þann 13.apríl

Keppt var í þremur flokkum, í barnaflokki (smali og þrígangur), unglingaflokki (smali og fjórgangur) og ungmennaflokki (smali og fjórgangur). Auk þess fengu knapar í pollaflokki að spreyta sig á smalabrautinni.  Þátttakan var góð bæði í hringvallargreinum og í smalakeppni en á fimmta tug knapa reið smalabrautina.

„Það var mjög góð þátttaka í lang flestum greinum og það var frábært að sjá hvað margir knapar mættu frá öllum félögunum og samstaðan þeirra í milli skemmtileg. Allir voru glaðir og kátir og dagurinn tókst í alla staði vel.“  Sagði Kristín Sigríður Magnúsdóttir, einn af skipuleggjendum viðburðarins, í samtali við Eiðfaxa

Sigurvegarar í sínum flokki og keppnisgrein voru eftirfarandi:

Barnaflokkur
Þrígangur: Eva Dögg Maagaard Ólafsdóttir & Sólbirta frá Miðkoti – 6,50
Smali: Egill Freyr Traustason & Bylgja frá Hlíðartúni – 46 sekúndur

Unglingaflokkur
Fjórgangur: Linda Guðbjörg Friðriksdóttir & Sólon frá Sælukoti – 6,43
Smali: Vigdís Anna Hjaldadóttir & Gljái frá Austurkoti – 1.12.29 sekúndur

Ungmennaflokkur
Fjórgangur: Hulda Vaka Gísladóttir & Garún frá Brúnum: 6,07
Smali: Sunna M. Kjartansdóttir Libecki & Ferill frá V-Geldingaholti – 1.36.50 sekúndur

 

 

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar