Meistaradeild Líflands í hestaíþróttum Top Reiter með alslemmu

  • 4. apríl 2025
  • Sjónvarp Fréttir

Liðsmenn TopReiter röðuðu sér í þrjú efstu sætin, Eyrún Ýr í 2. sæti, Konráð Valur í 1. sæti og Árni Björn í 3. sæti Mynd: Carolin Giese

Konráð Valur og Kastor fljótastir í gegnum höllina

Konráð Valur Sveinsson og Kastor frá Garðshorni á Þelamörk voru fljótastir í gegnum höllina með tímann 5,64 sek.

 

Eyrún Ýr Pálsdóttir og Friðsemd frá Kópavogi voru næstfljótastar með 5,76 sek. Verulega dýrmæt 10 stig í hús hjá Eyrúnu en með þessu náði hún að næla sér í efsta sætið í einstaklingskeppninni.

Þriðja besta tímann var Árni Björn Pálsson og Ögri frá Horni I meðeða 5,85 sek. og því alslemma fyrir lið Top Reiter en þau raða sér í þrjú efstu sætin í skeiðinu í gegnum höllina.

Ásmundur Ernir er stigalaus út úr flugskeiðinu, Þorgeir nælir sér í 7 stig en hann er fjórði í flugskeiðinu og Aðalheiður nældi sér í 3 stig.

Hér fyrir neðan eru niðurstöður úr flugskeiðinu

Flugskeið 100m P2
Sæti Knapi Hross Tími
1 Konráð Valur Sveinsson Kastor frá Garðshorni á Þelamörk 5,64
2 Eyrún Ýr Pálsdóttir Friðsemd frá Kópavogi 5,76
3 Árni Björn Pálsson Ögri frá Horni I 5,85
4 Þorgeir Ólafsson Væta frá Leirulæk 5,86
5 Hanna Rún Ingibergsdóttir Orka frá Kjarri 5,90
6 Sigurður Sigurðarson Tromma frá Skúfslæk 5,91
7 Hans Þór Hilmarsson Vorsól frá Stóra-Vatnsskarði 5,91
8 Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir Hörpurós frá Helgatúni 5,92
9 Jakob Svavar Sigurðsson Jarl frá Kílhrauni 5,93
10 Benjamín Sandur Ingólfsson Fáfnir frá Efri-Rauðalæk 5,96
11-12 Ásmundur Ernir Snorrason Krafla frá Syðri-Rauðalæk 6,00
11-12 Hinrik Ragnar Helgason Stirnir frá Laugavöllum 6,00
13 Jóhann Kristinn Ragnarsson Þórvör frá Lækjarbotnum 6,03
14 Gústaf Ásgeir Hinriksson Sjóður frá Þóreyjarnúpi 6,04
15 Daníel Gunnarsson Smári frá Sauðanesi 6,05
16 Viðar Ingólfsson Ópall frá Miðási 6,07
17 Þórarinn Ragnarsson Freyr frá Hraunbæ 6,08
18 Teitur Árnason Sigurrós frá Gauksmýri 6,10
19 Sigurður Vignir Matthíasson Bylgja frá Eylandi 6,34
20 Jón Ársæll Bergmann Rikki frá Stóru-Gröf ytri 6,49
21 Hanne Oustad Smidesang Drottning frá Þóroddsstöðum 6,92
22 Jóhanna Margrét Snorradóttir Bríet frá Austurkoti 0,00

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar