Meistaradeild Líflands í hestaíþróttum Eyrún Ýr Meistarinn 2025

  • 4. apríl 2025
  • Sjónvarp Fréttir

Eyrún Ýr landaði sigri í einstaklingskeppninni með 53 stig Mynd: Carolin Giese

Ótrúlega spennandi lokakvöldi í Meistaradeild Líflands í hestaíþróttum lokið.

Eyrún Ýr Pálsdóttir vann einstaklingskeppnina með 53 stig en það var skeiðið sem skar úr um sigurinn. Eyrún Ýr átti góðu gengi að fagna í deildinni í vetur og taldi stig í öllum greinum nema einni. Bestan árangur náði hún í skeiði í gegnum höllina og 150 m. skeiði en þar endaði hún í öðru sæti í báðum greinum.

Ásmundur Ernir Snorrason endaði annar með 51 stig og þriðji Þorgeir Ólafsson með 50,5 stig.

Efstu fimm í einstaklingskeppninni

  1. Eyrún Ýr Pálsdóttir 53
  2. Ásmundur Ernir Snorrason 51
  3. Þorgeir Ólafsson 50,5
  4. Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir 44,5
  5. Jón Ársæll Bergmann 32,5

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar