Glæsilegri Blue Lagoon mótaröð lauk í gærkvöldi á keppni í Tölti

  • 11. apríl 2025
  • Fréttir
Síðasta mótið í Blue Lagoon mótaröðinni fór fram í gærkvöld og var keppt í tölti. Einnig var boðið upp á pollaflokk og voru 19 glæsilegir pollar sem mættu og sýndu okkur hesta sína. Framtíðin er björt í hestamennskunni með þessa flottu polla okkar.
Eiðfaxi TV hefur veirð með okkur í allan vetur og sýnt beint frá mótaröðinni sem hefur lyft keppninni á enn hærra plan. Erum við þeim afar þakklát fyrir þeirra aðkomu að mótaröðinni.
Í barnaflokki T7 voru glæsilegar sýningar hjá börnum sem eru mörg hver að stíga sín fyrstu skref í keppni og stóðu þau sig öll með prýði. T7 í ár var stærsti flokkurinn hjá okkur og voru 30 knapar og hestar skráðir til leiks.
Eftir forkeppnina stóð efst Helga Rún Sigurðardóttir á Kost frá Þúfu í Landeyjum en í úrslitunum hafði Svala Björk Hlynsdóttir betur á Eindísi frá Auðholtshjáleigu og endaði í 1 sæti með 6,50 í einkunn.
Stigahæsti knapi vetrarins var Hjördís Antonía Andradóttir
Í barnaflokki T3 var hörð keppni og eftir forkeppni stóð efst Kristín Rut Jónsdóttir á Flugu frá Garðabæ. Hún hélt sínu striki og endaði í 1 sæti með glæsi sýningu og einkunnina 6,78.
Stigahæsti knapi vetrarins var Kristín Rut Jónsdóttir
Í T7 unglingaflokki stóð efst eftir forkeppnina Elena Ást Einarsdóttir á þeim margreynda Vörð frá Eskiholti með einkunna 5,60
Baráttan var hörð í úrslitunum og urðu þær jafnar í 1-2 sæti þær Elena Ást Einarsdóttir á Verði frá Eskiholti og Jóna Kolbrún Halldórsdóttir á Gefjuni frá Bjargshóli.
Eftir útreikninga þá fór það svo að Jóna Kolbrún og Gefjun frá Bjargshóli voru hærri í meðaleinkunn og urðu því í 1 sæti með einkunnina 5,83 og Elena Ást Einarsdóttir í 2 sæti.
Stigahæstu knapar vetrarins voru Elena Ást Einarsdóttir og Erlín Hrefna Arnarsdóttir
Í T3 unglingaflokki voru það þau Elimar Elvarsson og Salka frá Hólateigi sem voru efst eftir forkeppnina og náðu að halda sínu sæti og lönduðu 1 sætinu eftir glæsilega sýningu í úrslitunum. Þau eiga framtíðina fyrir sér saman þessi tvö enda glæsilegt par
Stigahæsti knapi vetrarins var Jóhanna Sigurlilja Sigurðardóttir
Í T3 ungmennaflokki voru 13 knapar og hestar sem mættu í braut og flottar sýningar þar.
Eftir forkeppni stóð Helena Rán Gunnarsdóttir og Goði frá Ketilsstöðum efst og héldu sínu striki í úrslitunum og urðu þau í 1 sæti með einkunina 6,78
Stigahæsti knapi vetrarins var Helena Rán Gunnarsdóttir
Án styrktaraðila væri mótaröðin ekki eins glæsileg og raun ber vitni, eru þeim færðar okkar bestu þakkir fyrir styrkina í vetur. Styrktaraðilar mótaraðarinnar eru:
BLUE LAGOON sem er okkar stærsti og aðalstyrktaraðili
Logoflex/Áberandi smíðaði og gaf mótaröðinni alla verðlaunapeningana sem gefnir voru.
Lífland
Josera
SS búvörur
Emmsé Gauti
Ísbúðin Háaleiti
Minigarðurinn
Stallur.is
Töltari.is
Sælgætisgerðina Góa
Sisbis
Icewear
Reiðtímar frá Sindra Sig
Reiðtímar hjá Ástu Köru
Reiðtímar hjá Þórdísi Erlu
Blómaval
Húsasmiðjan
Húsdýragarðurinn
Dimm
Happy Hydrate
Bæjarins Bestu
Þökkum þeim öllum fyrir þeirra framlag.
Sjálfboðaliðar, Blue Lagoon nefnd og Æskulýðsnefnd eru einnig færðar bestu þakkir fyrir öflugt og óeigingjarnt starf, sem og dómurum og riturum fyrir sitt starf. Það þarf her af fólki til að halda úti svona mótaröð, sem er sú stærsta hérlendis, með um 100 skráningar á hverju keppniskvöldi.
Einnig þökkum við keppendum og aðstandendum þeirra fyrir frábæra framkomu og stundvísi í vetur, framtíðin er sannarlega björt! Hlökkum til að taka á móti ykkur í Samskipahöllinni í Spretti næsta vetur – BLUE LAGOON mótaröð Spretts 2026!
Nánar um úrslitin hér að neðan.
Keppendur í Pollaflokki komu margir hverjir langt að, m.a. Borgfirðingi og Hornfirðingi.
Pollaflokkur 1 (pollar teymdir)
Víkingur Melax 1 – Rauður Sprettur Nökkvi frá Hrafnsstöðum
Ásta Ágústa Berg Sigurðardótti 2 – Gulur Sprettur Viljar frá Hestheimum
Regína Vignisdóttir 3 – Grænn Sprettur Loki frá Árgilsstöðum
Stígur Berndsen Davíðsson 4 – Blár Sprettur Sproti frá Blönduósi
Marinó Magni Halldórsson 5 – Hvítur Sprettur Píla frá Skeggjastöðum
Ingiberg Þór Atlason 6 – Svartur Sprettur Ísafold frá Brautarholti
Grétar Ingi Farestveit 7 – Bleikur Sprettur Lilja frá Hveragerði
Telma Rún Árnadóttir 8 – Appelsínugulur Sprettur Fengur frá Sauðárkróki
Hildur Inga Árnadóttir 9 – Brúnn Sprettur Aría frá Skefilsstöðum
Pollaflokkur 2 (pollar ríða sjálfir)
Ásthildur Sigrún Magnúsdóttir 1 – Rauður Hornfirðingur Agnes frá Gunnarsstöðum
Bjarni Hrafn Sigurbjörnsson 2 – Gulur Sprettur Garðar frá Ásgarði
Sara Margrét H. Hauksdóttir 3 – Grænn Borgfirðingur Ósk frá Skáney
Gríma Berndsen Davíðsdóttir 4 – Blár Sprettur Sproti frá Blönduósi
Líney Anna Fagerlund Sigurðard 5 – Hvítur Hörður Snær frá Keldudal
Alexandra Gautadóttir 6 – Svartur Sprettur Váli frá Hóli
Harpa Rún Sveinbjörnsdóttir 7 – Bleikur Sprettur Gjafar frá Hæl
Ragnhildur Davíðsdóttir 8 – Appelsínugulur Sprettur Hlynur frá Mykjunesi 2
Embla Sirén Matthíasdóttir 9 – Brúnn Fákur Gróði frá Naustum
Saga Hannesdóttir 10 – Fjólublár Sprettur Gyrðir frá Hvoli
Tölt T7 barnaflokkur
Sæti Keppandi Heildareinkunn
1 Svala Björk Hlynsdóttir / Eindís frá Auðsholtshjáleigu 6,50
2 Helga Rún Sigurðardóttir / Kostur frá Þúfu í Landeyjum 6,42
3 Helgi Björn Guðjónsson / Silfra frá Syðri-Hömrum 3 6,08
4 Valdís Mist Eyjólfsdóttir / Óskar frá Litla-Garði 6,00
5 Aron Dyröy Guðmundsson / Hallur frá Naustum 5,83
6 Sólbjört Elvira Sigurðardóttir / Neisti frá Grindavík 5,25
Tölt T3 barnaflokkur
Sæti Keppandi Heildareinkunn
1 Kristín Rut Jónsdóttir / Fluga frá Garðabæ 6,78
2 Elísabet Emma Björnsdóttir / Aðgát frá Víðivöllum fremri 6,17
3 Jón Guðmundsson / Ósk frá Þjóðólfshaga 1 5,89
4 Gabríela Máney Gunnarsdóttir / Bjartur frá Hlemmiskeiði 3 5,72
5 Hilmir Páll Hannesson / Sigurrós frá Akranesi 5,61
6 Aron Einar Ólafsson / Alda frá Skipaskaga 5,56
Tölt T7 unglingaflokkur
Sæti Keppandi Heildareinkunn
1-2 Jóna Kolbrún Halldórsdóttir / Gefjun frá Bjargshóli 5,83
1-2 Elena Ást Einarsdóttir / Vörður frá Eskiholti II 5,83
3 Milda Peseckaite / Eyða frá Halakoti 5,58
4 Katla Grétarsdóttir / Baltasar frá Hafnarfirði 5,50
5 Þórunn María Davíðsdóttir / Garún frá Kolsholti 2 5,42
6 Joy Leonie Meier / Ísak frá Jarðbrú 5,33
Tölt T3 unglingaflokkur
Sæti Keppandi Heildareinkunn
1 Elimar Elvarsson / Salka frá Hólateigi 6,89
2 Elva Rún Jónsdóttir / Már frá Votumýri 2 6,78
3 Loftur Breki Hauksson / Fannar frá Blönduósi 6,44
4 Eðvar Eggert Heiðarsson / Urður frá Strandarhjáleigu 6,39
5 Erla Rán Róbertsdóttir / Fjalar frá Litla-Garði 6,17
6 Viktor Leifsson / Glaður frá Mykjunesi 2 5,89
Tölt T3 ungmennaflokkur
Sæti Keppandi Heildareinkunn
1 Helena Rán Gunnarsdóttir / Goði frá Ketilsstöðum 6,78
2 Guðný Dís Jónsdóttir / Ás frá Hofsstöðum, Garðabæ 6,61
3 Júlía Björg Gabaj Knudsen / Alsæll frá Varmalandi 6,28
4 Tristan Logi Lavender / Gjöf frá Brenniborg 6,06
5 Tara Lovísa Karlsdóttir / Skálmöld frá Njarðvík 5,94
6 Selma Dóra Þorsteinsdóttir / Orka frá Búðum 5,56

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar