Kynbótasýningar Kynbótasýningasumar 2025

  • 13. apríl 2025
  • Fréttir

Nú styttist óðfluga í kynbótasýningar vors og sumars ´25. Skynsamlegt fyrir ræktendur og þjálfara að huga að þeim aðgengiskröfum hrossa sem tilheyra dómsstörfum. Að afgreiða DNA-sýnatökur og fleira vel tímanlega:

  • 4v. stóðhestar / DNA-sýni úr þeim sjálfum – fyrirliggjandi DNA-sýni úr báðum foreldrum.
  • 5v. stóðhestar – eða eldri v. fyrsta dóm / DNA-sýni úr þeim sjálfum + blóðsýni (KE-sýni) til varðveislu á Keldum.
    • Fyrirliggjandi DNA-sýni úr báðum foreldrum.
    • Hæklamynd.
  • Hryssur: DNA-sýni úr þeim sjálfum.
  • Geldingar: DNA-sýni úr þeim sjálfum.

Starfsfólk RML, dýralæknar og IS-örmerkingamenn, sinna hefðbundnum DNA-sýnatökum hrossa (stroksýni úr nös eða hársýni).
Dýralæknar sinna blóðsýnum og hæklamyndatökum.

Þá má minna á þjónustu RML, hrossamælingar, sem stendur öllum hesteigendum til boða hvenær sem er ársins. Þá eru öll hefðbundin mál tekin af hrossi og vistuð í WorldFeng. Þjónusta sem e.t.v. hentar hrossum sem fyrirhugað er að auglýsa og selja, eða hrossum á leið í keppni þar sem leyfileg hófalengd er háð mældri hæð á herðar (M1 / stangarmál).

 

Vorsýningar:
26.- 28. maí         Rangárbakkar
2.- 6. júní              Rangárbakkar
2.- 6. júní              Hólar
10.- 13. júní          Rangárbakkar
10.- 13. júní          Borgarnes
10.- 13. júní          Sprettur
16.- 20. júní          Sörlastaðir
16.- 20. júní          Rangárbakkar
16.- 20. júní          Hólar
3.- 6. júlí                FM á Vesturlandi
Miðsumarssýningar:
14. – 18. júlí            Rangárbakkar
21. – 25. júlí            Hólar
21. – 25. júlí            Rangárbakkar
28. júlí- 1. ágúst    Rangárbakkar
4.-10. ágúst           HM í Sviss
Síðsumarssýningar:
11. – 15. ágúst       Brávellir Selfossi
18. – 22. ágúst       Hólar
18. – 22. ágúst       Rangárbakkar

 

www.rml.is

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar