Landsamband hestamanna Allra Sterkustu í dag

  • 19. apríl 2025
  • Tilkynning
Stærsti styrktar viðburður landsliðsins fyrir Heimsmeistaramótið í ágúst

Mikilvægasti fjáröflunarviðburður landsliðsins, ALLRA STERKUSTU fer fram í kvöld, laugardaginn 19. apríl. “Ekki missa af frábæru kvöldi með okkar allra sterkustu knöpum og hestum í frábærri stemningu í.”

Dagskráin verður ákaflega skemmtileg en meðal annars verður keppt til til úrslita í tölti, fjórgangi, fimmgangi og sérstakri stóðhestakeppni. Úrvals stóðhestar og hryssur verða sýndar, U21 verður með glæsilegt sýningaratriði og önnur óvænt atriði t.d. mjólkurtölt þar sem Linda B. Gunnlaugsdóttir formaður LH, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir þingmaður, Ásgeir Svan Herbertsson TopReiter og Magnús Benediktsson framkvæmdastjóri Eiðfaxa etja kappi saman.

Meðal hrossa sem mæta er stóðhesturinn Sindri frá Hjarðartúni ásamt knapa sínum Hans Þór Hilmarssyni en Sindri er með hæstu hæfileikaeinkunn (9.38) sem gefin hefur verið og hlaut hann 10 fyrir skeið, brokk og samstarfsvilja ásamt því að vera með 9.5 fyrir tölt & fegurð í reið.

Gæðingurinn Þröstur frá Kolsholti 2 mætir með knapa sínum Helga Þór Guðjónssyni en þeir félagar heilluðu fólk með sínum frábæru sýningum á Landsmóti síðasta sumar þar sem þeir enduðu í öðru sæti með einkunnina 9.0 í B-flokki!  Þröstur er fyrstu verðlauna klárhestur með 9.5 fyrir bæði tölt og brokk.

Logi frá Staðartungu og Viðar Ingólfsson láta sig ekki vanta en Logi er hátt dæmdur fyrstu verðlauna klárhestur með 8.92 fyrir hæfileika án skeiðs þar á meðal 9.5 fyrir greitt stökk, 9.0 fyrir tölt, brokk, hægt stökk, samstarfsvilja og fegurð í reið.

Glæsitöltarinn Vísir frá Kagaðarhóli leikur listir sínar í höllinni ásamt Páli Braga Hólmarssyni en þeir félagar hafa átt frábærar töltsýningar og hæst farið í 8,83 í T1! Vísir er fyrstu verðlauna klárhestur með 9.5 fyrir hægt tölt!

„Ekki láta þitt eftir liggja, komdu og njóttu gleðinnar og hjálpaðu liðinu að komast einu skrefi nær gullinu á HM í Sviss! Áfram Ísland!“

Húsið opnar kl 17:00

Hér er hægt að kaupa miða
Hér er hægt að kaupa miða og kvöldverð
Kaupa miða í Stóðhestaveltu Landsliðsins | Landssamband hestamannafélaga

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar