Skírdagskaffi Sörla

„Við hvetjum alla til að koma og njóta frábærra veitinga í veislusalnum í nýju reiðhöllinni í Sörla og sjá nýju aðstöðu hestamanna í Hafnarfirði. Hlökkum til að sjá sem flesta, allir velkomnir,“ segir í tilkynningu frá skemmtinefnd Sörla
Aðgangseyrir er 2.500 kr. og frítt er fyrir 12 ára og yngri. Skírdagshappdrættið verður á sínum stað og því tilvalið að næla sér í miða. Vinningarnir eru ekki af verri endanum, glæsilegir folatollar og fullt af öðrum flottum vinningum í boði. Einungis er dregið úr seldum miðum.