1. deildin í hestaíþróttum Guðmunda vann fimmganginn

  • 17. apríl 2025
  • Fréttir

Guðmunda og Esja Myndir: Gunnhildur Ýrr

Í dag fór fram keppni í fimmgangi í 1. deildinni í hestaíþróttum.

Keppni fór fram í Samskipahöllinni í Spretti og mættu 27 pör til leiks. Guðmunda Ellen Sigurðardóttir var efst eftir forkeppni á Esju frá Miðsitju með 6,87 í einkunn. Önnur inn í úrslit var Birgitta Bjarnadóttir á Pandóru frá Þjóðólfshaga 1.

Úrslitin voru jöfn og spennandi fyrir skeiðið leiddi Birgitta á Pandóru en þær Guðmunda og Esja voru með betri skeiðspretti og náðu gullinu af þeim og Birgitta endaði í öðru sæti. Það styrkti enn meir stöðu Guðmundu í einstaklingskeppninni en hún leiðir hann enn þá og Birgitta í öðru sæti.

Jafnir í þriðja og fjórða sæti voru þeir Siguroddur Pétursson á Tign frá Hrauni og Kári Steinsson á Sigurrós frá Lerkiholti.

Stigahæsta liðið í fimmgagnum var lið Tommy Hilfiger en þau Birgitta og Garðar Hólm Birgisson, liðsmenn Tommy Hilfiger, voru bæði í úrslitum og Þórdís Erla Gunnarsdóttir rétt fyrir utan þau.

Næsta mót í 1. deildinni er 24. apríl en þá verður keppt í tölti og flugskeiði.

Fimmgangur F1

A úrslit
Sæti Knapi Hross Einkunn
1 Guðmunda Ellen Sigurðardóttir Esja frá Miðsitju 7,05
2 Birgitta Bjarnadóttir Pandóra frá Þjóðólfshaga 1 6,81
3-4 Siguroddur Pétursson Tign frá Hrauni 6,67
3-4 Kári Steinsson Sigurrós frá Lerkiholti 6,67
5 Rósa Birna Þorvaldsdóttir Andvari frá Kerhóli 6,50
6 Garðar Hólm Birgisson Kná frá Korpu 6,45

Forkeppni
Sæti Knapi Hross Einkunn
1 Guðmunda Ellen Sigurðardóttir Esja frá Miðsitju 6,87
2 Birgitta Bjarnadóttir Pandóra frá Þjóðólfshaga 1 6,63
3 Garðar Hólm Birgisson Kná frá Korpu 6,53
4 Siguroddur Pétursson Tign frá Hrauni 6,43
5 Kári Steinsson Sigurrós frá Lerkiholti 6,40
6 Rósa Birna Þorvaldsdóttir Andvari frá Kerhóli 6,27
7 Ingunn Birna Ingólfsdóttir Lazarus frá Ásmundarstöðum 3 6,23
8 Þórdís Erla Gunnarsdóttir Viljar frá Auðsholtshjáleigu 6,17
9 Thelma Dögg Tómasdóttir Mozart frá Torfunesi 6,10
10 Elín Magnea Björnsdóttir Glúmur frá Dallandi 6,07
11-12 Birna Olivia Ödqvist Aría frá Vindási 6,00
11-12 Hermann Arason Ósk frá Vindási 6,00
13-14 Anna Björk Ólafsdóttir Reyr frá Hárlaugsstöðum 2 5,97
13-14 Lea Schell Húni frá Efra-Hvoli 5,97
15 Sigvaldi Lárus Guðmundsson Elsa frá Skógskoti 5,90
16-17 Katrín Sigurðardóttir Haukur frá Skeiðvöllum 5,87
16-17 Játvarður Jökull Ingvarsson Lávarður frá Ekru 5,87
18 Þorgils Kári Sigurðsson Nasi frá Syðra-Velli 5,80
19 Axel Ásbergsson Guttormur frá Dallandi 5,73
20-21 Bergrún Ingólfsdóttir Árný frá Kálfholti 5,67
20-21 Arnar Máni Sigurjónsson Bjartur frá Finnastöðum 5,67
22 Snorri Dal Gimsteinn frá Víðinesi 1 5,60
23-24 Sigríður Pjetursdóttir Spurning frá Sólvangi 5,57
23-24 Hafþór Hreiðar Birgisson Þór frá Meðalfelli 5,57
25 Haukur Bjarnason Abel frá Skáney 5,50
26 Reynir Örn Pálmason Aris frá Margrétarhofi 5,43
27 Fredrica Fagerlund Salómon frá Efra-Núpi 5,00

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar