Landsamband hestamanna Jakob, Gústaf, Glódís, Tumi og Matthías þau Allra Sterkustu

  • 19. apríl 2025
  • Fréttir

Glódís Rún Sigurðardóttir og Hraunhamar frá Ragnheiðarstöðum sigurvegarar í fjórgangi Myndir: Gunnhildur Ýrr

Glæsilegu kvöldi lokið í Samskipahöllinni þar sem viðburðurinn Allra Sterkustu fór fram. 

Þetta er mikilvægasti fjáröflunarviðburður landsliðsins þar sem landsliðsknapar kepptu til úrslita í tölti, fjórgangi og fimmgangi en einnig var keppt í mjólkurtölti og stóðhestakeppni (B flokkur).

Jakob Svavar Sigurðsson og Skarpur frá Kýrholti unnu töltið með 8,61 í einkunn, Glódís Rún Sigurðardóttir vann fjórganginn á Hraunhamri frá Ragnheiðarstöðum með 7,50 í einkunn og fimmganginn vann Gústaf Ásgeir Hinriksson á Eik frá Efri-Rauðalæk með 7,26 í einkunn.

 

Jakob Svavar vann töltið, Jóhanna Margrét var í öðru og Jón Ársæll í því þriðja.

 

Í stóðhestakeppninni voru riðin úrslit í B flokki og voru það Landsmótsigurvegarar í ungmennaflokki, Matthías Sigurðsson og Tumi frá Jarðbrú, sem unnu þau úrslit með 8,88 í einkunn.

Einnig var keppt í mjólkurtölti en þar öttu kappi saman Linda Björk Gunnlaugsdóttir formaður LH, Magnús Benediktsson framkvæmdastjóri Eiðfaxa, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir þingmaður og Ásgeir Svan Herbertsson eigandi TopReiter en það var Magnús sem bar sigur úr býtum eftir drengilega keppni.

Ekki var þó bara boðið upp á hinar ýmsu keppnisgreinar er ásamt þessu öllu var U21 landsliðshópurinn með atriði og þau Árni Björn Pálsson og Sylvía Sigurbjörnsdóttir sýndu áhorfendum þau Kastaníu frá Kvistum og Vestra frá Galtastöðum. Páll Bragi Hólmarsson sýndi Vísi frá Kagaðarhóli og lauk viðburðinum síðan með sýningu þeirra Hans Þórs Hilmarssyni og Sindra frá Hjarðartúni.

Glódís Rún vann fjórganginn og jöfn í öðru til þriðja sæti urðu þau Viðar og Guðmunda Ellen.

Hér fyrir neðan eru niðurstöður úr úrslitum:

Tölt T1

A úrslit
Sæti Knapi Hross Einkunn
1 Jakob Svavar Sigurðsson Skarpur frá Kýrholti 8,61
2 Jóhanna Margrét Snorradóttir Kormákur frá Kvistum 8,56
3 Jón Ársæll Bergmann Móeiður frá Vestra-Fíflholti 7,61
4-5 Ásmundur Ernir Snorrason Þróttur frá Syðri-Hofdölum 7,22
4-5 Teitur Árnason Hrafney frá Hvoli 7,22

Fjórgangur V1

A úrslit
Sæti Knapi Hross Einkunn
1 Glódís Rún Sigurðardóttir Hraunhamar frá Ragnheiðarstöðum 7,50
2-3 Guðmunda Ellen Sigurðardóttir Flaumur frá Fákshólum 7,33
2-3 Viðar Ingólfsson Logi frá Staðartungu 7,33
4 Védís Huld Sigurðardóttir Ísak frá Þjórsárbakka 7,23
5 Sara Sigurbjörnsdóttir Hugur frá Hólabaki 6,53

Fimmgangur F1

A úrslit
Sæti Knapi Hross Einkunn
1 Gústaf Ásgeir Hinriksson Eik frá Efri-Rauðalæk 7,26
2 Þorgeir Ólafsson Mjallhvít frá Sumarliðabæ 2 7,19
3 Helga Una Björnsdóttir Hetja frá Hofi I 7,02
4 Guðmundur Björgvinsson Gandi frá Rauðalæk 6,93
5 Ásmundur Ernir Snorrason Ketill frá Hvolsvelli 6,90
6 Sigursteinn Sumarliðason Liðsauki frá Áskoti 6,76

Stóðhestakeppni

A úrslit
Sæti Hross Knapi Einkunn
1 Tumi frá Jarðbrú Matthías Sigurðsson 8,88
2 Útherji frá Blesastöðum 1A Jóhanna Margrét Snorradóttir 8,86
3 Þröstur frá Kolsholti 2 Helgi Þór Guðjónsson 8,80
4 Amadeus frá Þjóðólfshaga 1 Sigurður Sigurðarson 8,67
5 Kór frá Skálakoti Jakob Svavar Sigurðsson 0,00

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar