Sýningin Fákar og fjör framundan

Reiðhallarsýningin Fákar og fjör fer fram í Léttishöllinni á Akureyri næstkomandi laugardag þann 26.apríl.
Í tilkynningu frá staðarhöldurum segir að fram komi glæsilegir stóðhestar, skrautreið, alhliðahross, flugskeið, klárhross, bjartasta vonin, grín og margt fleira skemmtilegt. Forsala miða verður í Líflandi á Akureyri frá 23.apríl og í Léttishöllinni frá 14:00 á sýningardegi 26.apríl.
Sama kvöld verður ball í Léttishöllinni með hljómsveitinni Færibandinu. Miðaverð á sýningu og ball er 5000 krónur en ef fólk ætlar eingöngu á ballið er miðaverð 3000 krónur.
