Ingveldur nýr formaður Þyts

  • 23. apríl 2025
  • Fréttir
Fyrir stuttu var haldinn auka-aðalfundur hjá hestamannafélaginu Þyt.

Á fundinum var kosinn nýr formaður félagsins, Ingveldur Linda Gestsdóttir á Kolugili sem kjörin var með lófataki. Fráfarandi formaður er Pálmi Geir Ríkharðsso en hann hafði verið formaður félagsins í allmörg ár.

„Vilja félagsmenn færa honum kærar þakkir fyrir gott og óeigingjarnt starf fyrir félagið og óska nýjum formanni velfarnaðar í starfi,“ segir í tilkynningu frá hestamannafélaginu.

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar