Birgitta með fullt hús stiga í gær
Tölkeppni í 1.deildinni í hestaíþróttum fór fram í gærkvöldi í Samskipahöllinni í Spretti. Fyrr um daginn fór fram keppni í 100 metra skeiði á félagssvæði Hestamannafélagsins Sörla. Það er skemmst frá því að segja að Birgitta vann báðar þessar greinar og náði sér í afgerandi forystu í einstaklingskeppninni fyrir lokamótið sem fram fer á morgun, laugardaginn 26.apríl, þar sem keppt er í gæðingaskeiði.
Birgitta keppti á Náttrúnu frá Þjóðólfshaga 1 og voru yfirburðir hennar töluverðir þar sem hún leiddi eftir fokeppnina og sigraði svo keppinauta sína með töluverðum mun þegar komið var í a-úrslitin. Í öðru sæti varð Hermann Arason á Náttrúnu Ýr frá Þjóðólfshaga og í þriðja til fjórða sæti voru þær Birna Olivia og Friðdóra Friðriksdóttir.

Efstu knapar í tölti. Ljósmynd: Gunnhildur Ýrr
Líkt og áður segir að þá hefur Birgitta nú afgerandi forystu í einstaklingskeppninni með 64 stig en næst á eftir henni er Guðmunda Ellen með 49 stig. Í liðakeppninni er Ingólfshvoll í forystu með 332 stig og í öðru sæti er Vindás/Stóðhestaval með 296 stig.
Niðurstöður í tölti
| Tölt T1 | |||
| Fullorðinsflokkur – Meistaraflokkur | |||
| Forkeppni | |||
| Sæti | Knapi | Hross | Einkunn |
| 1 | Birgitta Bjarnadóttir | Náttrún frá Þjóðólfshaga 1 | 7,77 |
| 2 | Hermann Arason | Náttrún Ýr frá Herríðarhóli | 7,27 |
| 3 | Siguroddur Pétursson | Sól frá Söðulsholti | 7,13 |
| 4 | Friðdóra Friðriksdóttir | Hallsteinn frá Hólum | 7,10 |
| 5 | Hjörvar Ágústsson | Goði frá Garðabæ | 7,00 |
| 6-7 | Birna Olivia Ödqvist | Stjörnuþoka frá Litlu-Brekku | 6,93 |
| 6-7 | Benedikt Ólafsson | Rökkvi frá Ólafshaga | 6,93 |
| 8 | Guðmunda Ellen Sigurðardóttir | Hringhenda frá Geirlandi | 6,87 |
| 9 | Sunna Sigríður Guðmundsdóttir | Dögun frá Skúfslæk | 6,83 |
| 10 | Arnar Máni Sigurjónsson | Sigð frá Syðri-Gegnishólum | 6,80 |
| 11 | Anna Björk Ólafsdóttir | Spenna frá Bæ | 6,77 |
| 12 | Sigvaldi Lárus Guðmundsson | Fenrir frá Kvistum | 6,73 |
| 13 | Bergrún Ingólfsdóttir | Árný frá Kálfholti | 6,70 |
| 14 | Haukur Bjarnason | Kapteinn frá Skáney | 6,67 |
| 15 | Thelma Dögg Tómasdóttir | Bóel frá Húsavík | 6,63 |
| 16 | Helgi Þór Guðjónsson | Þröstur frá Kolsholti 2 | 6,60 |
| 17 | Lea Schell | Silfurlogi frá Húsatóftum 2a | 6,57 |
| 18 | Snorri Dal | Gleði frá Efri-Brúnavöllum I | 6,50 |
| 19-20 | Haukur Tryggvason | Hríma frá Kerhóli | 6,43 |
| 19-20 | Sigríður Pjetursdóttir | Arnar frá Sólvangi | 6,43 |
| 21 | Kári Steinsson | Garún frá Þjóðólfshaga 1 | 6,33 |
| 22 | Anna S. Valdemarsdóttir | Gyða frá Egilsá | 6,30 |
| 23-24 | Ylfa Guðrún Svafarsdóttir | Þór frá Hekluflötum | 6,23 |
| 23-24 | Ingunn Birna Ingólfsdóttir | Gáski frá Kálfholti | 6,23 |
| 25-26 | Þórdís Erla Gunnarsdóttir | Hergeir frá Auðsholtshjáleigu | 6,17 |
| 25-26 | Hannes Sigurjónsson | Kórall frá Hofi á Höfðaströnd | 6,17 |
| 27 | Katrín Sigurðardóttir | Eldur frá Lundi | 5,87 |
| A úrslit | |||
| Sæti | Knapi | Hross | Einkunn |
| 1 | Birgitta Bjarnadóttir | Náttrún frá Þjóðólfshaga 1 | 8,06 |
| 2 | Hermann Arason | Náttrún Ýr frá Herríðarhóli | 7,44 |
| 3-4 | Birna Olivia Ödqvist | Stjörnuþoka frá Litlu-Brekku | 7,28 |
| 3-4 | Friðdóra Friðriksdóttir | Hallsteinn frá Hólum | 7,28 |
| 5 | Hjörvar Ágústsson | Goði frá Garðabæ | 7,06 |
| 6 | Siguroddur Pétursson | Sól frá Söðulsholti | 6,89 |
Birgitta með fullt hús stiga í gær
Minningarorð um Ragnar Tómasson
Tilnefningar til keppnishestabús ársins
Sörli heldur Íslandsmót 17. til 21. júní