Æskulýðssýning Geysis

Æskulýðssýning Hestamannafélagsins Geysis verður haldin í Rangárhöllinni á Hellu 1.maí næstkomandi.
„Í vetur hefur gríðarlegur fjöldi barna lagt stund á hestamennsku í Rangárvallasýslu og munum þau sýna afrakstur vetursins. Börnin eru á aldrinum 3-18 ára,“ segir í tilkynningu frá stjórn og æskulýðsnefnd Geysis.
Sýningin hefst kl. 11:00 og verður sjoppa á staðnum.
„Hvetjum sem flesta til að taka daginn frá og njóta með okkur. Frítt inn og allir velkomnir!“