Íþróttamót Spretts í beinni á EiðfaxaTV

Opið íþróttamót Spretts hefst í dag, fimmtudag, kl. 15:00. Keppni hefst á fjórgangi V1 í Meistaraflokki en þar eru tíu pör skráð til leiks.
Sýnt verður frá mótinu í beinni á EiðfaxaTV og er hægt að sjá ráslista á HorseDay.
Hér fyrir neðan er dagskrá dagsins í dag en dagskránna í heild sinni er einnig að finna á HorseDay.
Fimmtudagur 8. maí
15:00 V1 Meistaraflokkur forkeppni
16:00 V1 Ungmenna forkeppni
17:30 V5 Barnaflokkur forkeppni
18:10 V2 Barnaflokkur forkeppni
18:25 Matarhlé 30 min
18:55 V2 Unglingaflokkur forkeppni
19:50 V2 2. flokkur forkeppni
20:45 Kaffihlé
20:55 V2 1. flokkur forkeppni
21:55 V5 2. flokkur forkeppni
22:15 Dagskrárlok