OSI Ruppiner HOF í beinni á EiðfaxaTV

Mótið fer fram á Ruppiner Hof, rétt fyrir utan Berlín, sem er í eigu Lárusar Sigmundssonar og fjölskyldu. Keppt verður í hefðbundnum íþróttagreinum ásamt öðrum óhefðbundnum greinum eins og bjórtölti.
Mótið hefst á föstudagsmorgun kl. 8:00 (6:00 að íslenskum tíma) en keppt verður í tölti og slaktaumatölti í hinum ýmsu flokkum á föstudeginum og síðan um kvöldið er gæðingaskeið þar sem m.a. Beggi Eggertsson er skráður á Tandra frá Árgerði og Elfa Ósk Eggertsson á Besta frá Upphafi.
Dagskrá og ráslista mótsins er hægt að sjá inn á Icetest.