Stútfullur úrslitadagur á Selfossi

Það er nóg um að vera á sjónvarpsstöð Eiðfaxa í dag því framundan er úrslitadagur á WR íþróttamóti Sleipnis sem fram fer á Brávöllum á Selfossi. Veðrið hefur leikið við þátttakendur mótsins síðustu daga og á því ætti ekki að verða breyting í dag, samkvæmt veðurspám.
Dagskrá dagsins má sjá hér fyrir neðan en klukkan 09:00 hefst keppni á úrslitum í fjórgangi barna og henni lýkur um kvöldmatarleytið með úrslitum í tölti í meistaraflokki.
Allir ráslistar og niðurstöður frá mótinu er að finna á HorseDay appinu.
Ekki missa af þessu móti og svo miklu meira til á EIÐFAXATV og tryggðu þér áskrift
Eiðfaxi TV er aðgengilegt á vefnum, í snjallsímum, Apple TV, Android TV, Google TV og Amazon Fire TV.
Ef einhverjar spurningar vakna eða þú þarft aðstoð vegna kaupa á áskrift þá getur þú sent okkur tölvupóst á help@eidfaxitv.is. Við hvetjum þá sem ætla að tryggja sér áskrift að gera það tímanlega svo hægt sé að aðstoða fólk ef eitthvað kemur upp.
Dagskrá
Sunnudagur 18.maí
9:00 A-úrslit V2 Fjórgangur Barnaflokkur
9:20 A-úrslit V2 Fjórgangur Unglingaflokkur
9:40 A-úrslit V2 Fjórgangur 2. flokkur
10:00 A-úrslit V2 Fjórgangur 1. flokkur
10:30 A-úrslit V1 Fjórgangur Ungmenni
11:00 A-úrslit V1 Fjórgangur Meistaraflokkur
11:30 A-úrslit F2 Fimmgangur 1.flokkur
12:00 Hádegishlé
13:00 A-úrslit F1 Fimmgangur Ungmenni
13:30 A-úrslit F2 Fimmgangur Unglingafl.
14:00 A-úrslit F2 Fimmgangur 2.flokkur
14:30 A-úrslit F1 Fimmgangur Meistarafl
15:00 A-úrslit Tölt T7 2. flokkur
15:15 A-úrslit Tölt T7 Barnaflokkur
15:35 A-úrslit Tölt T3 Unglingafl.
16:00 A-úrslit Tölt T3 2.flokkur
16:30 Kaffihlé
16:50 A-úrslit Tölt T3 Barnafl.
17:10 A-úrslit Tölt T4 Unglingafl.
17:30 A-úrslit Tölt T4 1.flokkur
17:50 A-úrslit Tölt T2 Ungmenni
18:10 A-úrslit Tölt T2 Meistarafl.
18:30 A-úrslit Tölt T3 1.flokkur
18:55 A-úrslit Tölt T1 Ungmenni
19:20 A-úrslit Tölt T1 Meistarafl.
19:45 Dagskrárlok