Þýskaland Hæsti kynbótadómur á þýsk fæddu hrossi

  • 20. maí 2025
  • Fréttir

Á myndinni er Óskadís vom Habichtswald í kynbótadómi á HM2013, sýnd af Frauke Schenzel. Óskadís er metfé í ræktun íslenskra hrossa í Þýskalandi

Metin falla á Margareterhof

Tvær kynbótasýningar fara nú fram í Svíþjóð, önnur þeirra í Romme og hin á Margareterhof, sýningunum lýkur á morgun með yfirlitssýningu. Á báðum þessum sýningum er dómnefndirnar eingöngu skipaðar íslenskum dómurum. Á Margareterhof er formaður dómnefndar Víkingur Gunnarsson og með honum eru Friðrik Már Sigurðsson og Guðbjörn Tryggvason á Romme er Arnar Bjarki Sigurðarson formaður dómnefndar og með honum eru þau Heiðrún Sigurðardóttir og Óðinn Örn Jóhannsson

Metið stóð ekki lengi

Hér á vefsíðu Eiðfaxa var sagt frá því að hryssan Pála vom Kronshof hefði hlotið yfir 9,00 fyrir hæfileika nánar tiltekið 9,06 og er aðaleinkunn hennar 8,83. Með því varð hún hæst dæmda hross í kynbótadómi sem fætt er í Þýskalandi frá upphafi dóma. Það stóð þó ekki lengi því nú áðan mætti til dóms önnur hryssa, Náttdís vom Kronshof og bætti um betur. Hlaut hún 9,11 fyrir hæfileika, 8,39 fyrir sköpulag og í aðaleinkunn 8.87. Varð hún þar með það hross sem hæstan dóm hefur hlotið sem fætt er í Þýskalandi. Sýnandi þeirra beggja er Frauke Schenzel og sýndi hún hryssurnar á Margareterhof.

Þessar hryssur þær Pála og Náttdís eru töluvert skyldar, báðar útaf Óskadísi vom Habichtswald. Náttdís er 10 vetra gömul undan Garra frá Reykjavík og Óskadís vom Habichtswald og Pála er 8 vetra gömul undan Óðni vom Habisctswald, sem er undan Óskadís, þá er móðir hennar ríkjandi heimsmeistara í fjórgangi, Jódísi vom Kronshof.

Þau þrjú hross sem fædd eru í þýskalandi og hafa hlotið yfir 9,00 fyrir hæfileika eru því öll kominn útaf Óskadís vom Habichtswald. Óskadís sem virðist vera metfé í ræktun er undan Otursyninum Teig vom Kronshof og Ósk frá Klængsseli en sú var undan Hrafni frá Holtsmúla og Drottningu frá Steinum.

Hæst dæmdu hross fædd í Þýskalandi

Nafn Uppruni í þgf. Sýning Sýnandi Sköpulag Hæfileikar Aðaleinkunn 
Náttdís Kronshof Margaretehof Frauke Schenzel 8.44 9.11 8.87
Pála Kronshof Margaretehof Frauke Schenzel 8.39 9.06 8.83
Óðinn Habichtswald FIZO Ellringen Frauke Schenzel 8.46 9.02 8.79
Óðinn Habichtswald FIZO Heesberg Kronshof GbR 8.43 8.98 8.76
Spóliant Lipperthof FIZO-DIM in Lindlar m/ WM Qualifikation Þórður Þorgeirsson 8.52 8.9 8.75
Spóliant Lipperthof FIZO Wurz Daníel Jónsson 8.43 8.95 8.74
Gustur Kronshof FIZO Kronshof Kronshof GbR 8.52 8.88 8.74
Glódís Kronshof DIM FIZO Wurz Kronshof GbR 8.64 8.75 8.71
Óðinn Habichtswald World Championships 2019 Berlin Kronshof GbR 8.44 8.87 8.7

 

 

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar