Hestalitir, Worldfengur, frægir hestar og hestamenn

  • 25. maí 2025
  • Fréttir

Húsnæði Sögurseturs íslenska hestsins á Hólum i Hjaltadal

Kristín Halldórsdóttir er nýr verkefnastjóri hjá Sögusetri íslenska hestsins

Sögusetur íslenska hestsins sem starfrækt er á Hólum í Hjaltadal hefur mikla þýðingu fyrir varðveislu og kynningu á íslenska hestinum. Kristín Halldórsdóttir er nýr verkefnastjóri fyrir setrinu og á sér háleit markmið um að starfrækja þar safn sem gaman og fróðlegt er að heimsækja.

Í samtali við Eiðfaxa hafði Kristín þetta að segja um safnið og þær nýju sýningar sem gestir geta virt fyrir sér í sumar.

„Það er bæði spennandi og krefjandi að takast á við það að vera orðin verkefnastjóri Sögusetursins. Við erum að opna á ný núna í byrjun júní og erum að leggja vinnu í það að gera safnið að lifandi og aðgengilegu safni um íslenska hestinn. Við verðum með nýja sýningu í efri sal safnsins þar sem lögð verður áhersla á þrjú meginatriði. Eitt þeirra er hestalitir, sem við kynnum á myndrænan og áþreifanlegan hátt. Svo verðum við með kynningu á upprunaættbókinni Worldfeng, þar sem hægt verður að fræðast um sérstöðu ættbókarinnar og mikilvægi. Þriðja verður svo frægðarhornið, sem ég er mjög spennt fyrir, þar verður hægt að sjá muni sem tengjast frægum hestum og hestamönnum.“

Sögusetrið verður opið almenningi frá og með þriðjudeginum 3. júní og alla daga í sumar eftir það, að undanskyldum mánudögum.

Kristín Halldórsdóttir verkefnastjóri Söguseturs íslenska hestsins

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar