Kynbótasýningar Fenrir frá Finnastöðum hlaut yfir 9,00 fyrir hæfileika

  • 20. júní 2025
  • Fréttir

Viðar, sýnandi Fenris, Fenrir, Björgvin Daði og Helena ræktendur Fenris.

Fréttir frá vorsýningu á Rangárbökkum á Hellu

Fenrir frá Finnastöðum var sýndur á vorsýningunni á Rangárbökkum í vikunni. Yfirlit fór fram í dag þar sem Fenrir hækkaði skeiðeinkunn sýna í 8,0 og endaði með 9,04 fyrir hæfileika. Fyrir sköpulag hlaut hann 8,54 sem gerir 8,86 í aðaleinkunn.

Fenrir hlaut m.a. 9,5 fyrir tölt, samstarfsvilja og fegurð í reið og 9,0 fyrir brokk, stökk, fet og hægt tölt.

Fenrir er undan Þráni frá Flagbjarnarholti og Aþenu frá Akureyri en ræktendur og eigendur eru Björgvin Daði Sverrisson og Helena Ketilsdóttir. Sýnandi var Viðar Ingólfsson.

Hér fyrir neðan er dómur Fenris.

78)
IS2019164227 Fenrir frá Finnastöðum
Örmerki: 352098100115273
Litur: 34000 Rauðjarpur
Ræktandi: Björgvin Daði Sverrisson, Helena Ketilsdóttir
Eigandi: Björgvin Daði Sverrisson, Helena Ketilsdóttir
F.: IS2012181608 Þráinn frá Flagbjarnarholti
Ff.: IS2002187662 Álfur frá Selfossi
Fm.: IS1997287737 Þyrla frá Ragnheiðarstöðum
M.: IS2008265228 Aþena frá Akureyri
Mf.: IS1999188801 Þóroddur frá Þóroddsstöðum
Mm.: IS2001265228 Hrönn frá Búlandi
Mál (cm): 147 – 132 – 137 – 65 – 142 – 38 – 48 – 45 – 6,6 – 30,0 – 19,0
Hófa mál: V.fr.:
Sköpulag: 8,5 – 9,0 – 7,5 – 8,5 – 8,0 – 8,0 – 9,5 – 9,0 = 8,54
Hæfileikar: 9,5 – 9,0 – 8,0 – 9,0 – 8,0 – 9,5 – 9,5 – 9,0 = 9,04
Hægt tölt: 9,0

Aðaleinkunn: 8,86
Hæfileikar án skeiðs: 9,23
Aðaleinkunn án skeiðs: 8,99
Sýnandi: Viðar Ingólfsson
Þjálfari:

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar