Hvarmur frá Brautarholti í hólfi í Kirkjubæ

Hvarmur frá Brautarholti og Hanna Rún Ingibergsdóttir Ljósmyndari: Nicki Pfau
Hvarmur er í miklu uppáhaldi hjá þeim Hönnu Rún og Hjörvari og hafa þau haldið sjálf undir hann og fengið falleg folöld.
Hvarmur er klárhestur undan Örðu frá Brautarholti (fyrstu verðlauna klárhryssa með 9 fyrir tölt) og Arion frá Eystra-Fróðholti. Á fyrsta árinu sínu í keppni fór Hvarmur í 7.40 í T1 forkeppni og 7.07 í V1 forkeppni. Hann er með 8.49 fyrir byggingu 9.5 fyrir hægt tölt og samstarfsvilja. 9.0 fyrir tölt, brokk, greitt stökk, fegurð í reið, bak og lend og prúðleika. Frábært geðslag með góðan vinnuvilja.
Hann hefur fyljað allar hryssur hjá þeim í fyrsta gangmáli svo hann er mjög frjósamur. Verðið er 120.000 plús vsk. Nánari upplýsingar í síma 8222312