Landsliðshópur Íslands í Sviss

Landslið Íslands fyrir HM í Sviss 2025 Mynd: LH
Kynningin á landsliðinu fór fram í húsnæði Icelandair núna kl. 15:00 en Eiðfaxi sýndi beint frá valinu.
Hér fyrir neðan er listinn með þeim knöpum og hrossum sem munu keppa fyrir Ísland á heimsmeistaramótinu.
Hópurinn er ekki fullskipaður en einn ríkjandi heimsmeistari mun ekki nýta þátttökurétt sinn á mótinu, ekki er búið að fylla öll sjö valsætin í fullorðinsflokki og ekki enn er komið í ljós hvaða hryssa mætir í sex vetra flokkinn.
Fullorðnir
- Elvar Þormarsson Djáknar frá Selfossi Fimmgangur F1 (ríkjandi heimsmeistari í gæðingaskeiði og 250 m. skeiði)
- Glódís Rún Sigurðardóttir Snillingur frá Íbishóli Fimmgangur F1 (ríkjandi heimsmeistari í fimmgangi ungmennaflokki)
- Jóhanna Margrét Snorradóttir Kormákur frá Kvistum Tölt T1 og fjórgangur V1 (ríkjandi heimsmeistari í tölti og samanlögðum fjórgangsgreinum)
- Sara Sigurbjörnsdóttir Fluga frá Oddhóli Tölt T1 og fjórgangur V1 (ríkjandi heimsmeistari í fimmgangi)
- Árni Björn Pálsson Kastanía frá Kvistum Tölt T1
- Daníel Gunnarsson Kló frá Einhamri 250 m. og 100 m. skeið
- Hans Þór Hilmarsson Ölur frá Reykjavöllum Fimmgangur F1, tölt T1 og gæðingaskeið PP1
- Helga Una Björnsdóttir Ósk frá Stað Slaktaumatölt T2 og fjórgangur V1
- Hinrik Bragason Trú frá Árbakka Gæðingaskeið PP1
- Sigursteinn Sumarliðason Krókus frá Dalbæ 250 m. og 100 m. skeið
Ungmenni
- Herdís Björg Jóhannsdóttir Hestur ekki ákveðið (ríkjandi heimsmeistari í tölti)
- Jón Ársæll Bergmann Harpa frá Höskuldsstöðum Fimmgangur F1 (ríkjandi heimsmeistari í fjórgangi og samanlögðum fjórgangsgreinum)
- Kristján Árni Birgisson Krafla frá Syðri-Rauðalæk 250m. og 100 m. skeið
- Lilja Rún Sigurjónsdóttir Arion frá Miklholti Slaktaumatölt T2
- Matthías Sigurðsson Magnea frá Staðartungu Gæðingaskeið og 250 m. skeið
- Védís Huld Sigurðardóttir Ísak frá Þjórsárbakka Fjórgangur V1 og tölt T1
- Þórgunnur Þórarinsdóttir Djarfur frá Flatatungu Fimmgangur F1, tölt T1 og gæðingaskeið PP1
- Varaknapar:
- Guðmar Hólm Ísólfsson Líndal (Grettir frá Hólum og Alviðra frá Kagaðarhóli)
- Fanndís Helgadóttir (Sproti frá Vesturkoti)
- Hulda María Sveinbjörnsdóttir (Lifri frá Lindarlundi)
Kynbótahross
Flokkur 5 vetra hrossa
- Sörli frá Lyngási (8.35) sýnandi Agnar Þór Magnússon
- Óskastund frá Steinnesi (8.65) sýnandi Árni Björn Pálsson
Flokkur 6 vetra hrossa
- Drangur frá Ketilsstöðum (8.57) Sýnandi Bergur Jónsson
- Ekki liggur fyrir hvaða 6 vetra hryssa fer út.
Flokkur 7 vetra hrossa og eldri
- Hljómur frá Auðsholtshjáleigu (8.77) sýnandi Árni Björn Pálsson
- Eind frá Grafarkoti (8.69) sýnandi Bjarni Jónasson