Sigurður Óli danskur meistari í gæðingaskeiði

Efstu þrjú á palli í gæðingaskeiði, Sigurður Óli í miðið. Ljósmynd: Eyja.net
Danska meistaramótið í hestaíþróttum fer fram um helgina og er aðgengilegt í beinni útsendingu á Eyja.TV.
Í gærkvöldi voru fyrstu sigurvegarar krýndir og þar af leiðandi danskir meistarar árið 2025. Sigurður Óli Kristinsson á Fjalladís frá Fornusöndum hlaut í einkunn 8,63 og tryggði sér sigur með nokkrum yfirburðum en í öðru sæti varð Anna Frank Andresen á Vökli frá Leirubakka með 6,79 í einkunn og í þriðja sæti Jens Iversen á Glitni fra Tjenergarden með 6,58 í einkunn.
Í ungmennaflokki stóð efst Rebecca Taulborg á Tindru fra Kristienholm með 7,50 í einkunn og varð krýnd danskur meistari
Má teljast líklegt að þau Sigurður og Fjalladís verði í baráttunni um sigur á HM í þessari grein en flestir muna vel eftir Fjalladís og Elvari Þormassyni á HM 2023 þar sem þau urðu tvöfaldir heimsmeistarar. Í framhaldinu af danska meistaramótinu verður danska landsliðið sem keppir á Heimsmeistaramótinu í Sviss tilkynnt en búast má við því að Danir geti stilli upp úrvals liði.