Finnar búnir að velja landslið

Mynd: Islanninhevonen
Finnska meistaramótið fór fram um helgina og í kjölfarið var tilkynnt hvaða knapar munu keppa fyrir Finnlands hönd á Heimsmeistaramótinu. Liðið skipa þrír knapar, tveir í fullorðinsflokki og einn í ungmennaflokki.
„Við valið hefur verið tekið tillit til val viðmiða SIHY og Finnska íslandshestasambandsins. Valdir voru knapar sem hafa náð árangri á nokkrum alþjóðlegum mótum á tímabilinu 2025. Landsliðið samanstendur af knöpum sem hafa lýst yfir vilja sínum til að keppa fyrir Finnland á Heimsmeistaramótinu í Sviss árið 2025. Finnland hafði úr fleiri knöpum að velja sem stóðust öll viðmið en vegna langrar vegalengdar ákváðu nokkrir knapar að afþakka valið,“ segir í tilkynningu frá Finnska íslandshestasambandinu
Fullorðnir
- Gerda-Eerika Viinanen – Svala frá Minni-Borg (PP1, 100m pass og 250m pass)
- Katariina Koskela – Kvikur frá Nautabúi (Tölt T1, fjórgangur V1)
Ungmenni
- Miina Sarsama – Freir fra Kaakkola (tölt T1, fjórgangur V1)