„Stórkostlegt að keppa á HM“

Mæðgurnar Anna og Gerrit sager keppa báðar fyrir hönd Austurríkis í slaktaumatölti á gæðingum sínum þeim Kveik frá Hrísdal og Draumi frá Feti. Þær stóðu sig báðar vel þar sem Anna og Kveikur hlutu í einkunn 7,43 og sæti í B-úrslitum en Gerrit og Draumur enduðu í 11 sæti og eru rétt fyrir utan úrslit með 7,33 í einkunn.
Arnar Bjarki hitti þessar hressu mæðgur að lokinni forkeppni í slaktaumatölti og ræddi við þær um hvernig væri að keppa á Heimsmeistaramóti.