Heimsmeistaramót Anne Stine og Hæmir í sérflokki í fjórgangi

  • 8. ágúst 2025
  • Fréttir

Anne Stine og Hæmir fra Hyldsbæk. Ljósmynd: Henk & Patty

Helga Una og Védís í A-úrslit

Alls voru það 47 keppendur sem tóku þátt í fjórgangi. Sýningar voru misgóðar en þær bestu alveg hreint magnaðar, í forystu að lokinni forkeppni er Anne Stine Haugen á Hæmi fra Hyldsbæk með einkunnina 8,20 en þau keppa fyrir Noreg. Í viðtali við Eiðfaxa sagði Anne Stine frá því að hún hefði þurft að fara í aðgerð fyrir einungis þremur vikum og því ekki fyrirséð að hún hefði getað verið á meðal keppenda á mótinu.

Herdís Björg Jóhannsdóttir og Kormákur frá Kvistum voru fyrst í brautina af íslensku keppendunum. Sýning þeirra byrjaði vel á hægu tölti en í framhaldi af því lentu þau í vandræðum á greiða töltinu, niðurstaðan 5,87. Herdís var að vonum svekkt með frammistöðuna í viðtali sem tekið var við hana strax að lokinni forkeppni.

 

Þá var komið að Védísi Huld Sigurðardóttur og Ísaki frá Þjórsárbakka þau áttu góða sýningu og hlutu í einkunn 7,07 og annað sætið í ungmennaflokki að lokinni forkeppni. Hún keppir því til A-úrslita í tölti og fjórgangi en ljóst er að heimsmeistaratitill í samanlögðum fjórgangsgreinum er runninn henni úr greipum.

 

Helga Una Björnsdóttir og Ósk frá Stað halda áfram að standa sig vel en þær eru efstar í slaktaumatölti ásamt Aðalheiði Önnu og hlutu nú 7,47 í fjórgangi. Helga var kát og glöð með sýninguna í fjórgangi og spennt fyrir framhaldinu en þær keppa til úrslita í fjórgangi og slaktaumatölti á sunnudaginn.

 

Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir og Hulinn frá Breiðstöðum voru á meðal þeirra para sem búist var við að yrðu í toppbaráttunni í fjórgangi en á það verður ekki reynt þar sem skeifa datt undan Hulinn og því gátu þau ekki lokið við sýna sýningu. Jóhanna Margrét Snorradóttir var síðust íslensku knapanna í brautina á Össu frá Miðhúsum. Þær náðu ekki fram sínu allra besta og hlutu í einkunn 7,07 sem dugir þeim til B-úrslita þar sem þær eru til alls líklegar.

 

 

Úrslitahestar í fullorðinsflokki

# Knapi Hestur Einkunn
1 Anne Stine Haugen Hæmir fra Hyldsbæk 8.20
2 Lilja Thordarson Hjúpur frá Herríðarhóli 7.57
2 Lisa Schürger Kjalar frá Strandarhjáleigu 7.57
4 Christina Lund Lukku-Blesi frá Selfossi 7.50
5 Helga Una Björnsdóttir Ósk frá Stað 7.47
6 James Boás Faulkner Hálfmáni frá Steinsholti 7.40
7 Jóhann Rúnar Skúlason Evert fra Slippen 7.37
8 Frederikke Stougård Austri frá Úlfsstöðum 7.30
9 Lea Sigmarsson Heiðmundur frá Álfhólum 7.10
10 Jóhanna Margrét Snorradóttir Assa frá Miðhúsum 7.07

 

Úrslitahestar í ungmennaflokki

# Knapi Hestur Einkunn
1 Daniel Rechten Óskar från Lindeberg 7.10
2 Védís Huld Sigurðardóttir Ísak frá Þjórsárbakka 7.07
3 Amanda Frandsen Tinna frá Litlalandi 6.93
4 Leni Köster Rögnir frá Hvoli 6.70
5 Thea Hansen Varða frá Feti 6.67
6 Lina-Marie Neuber Safír frá Kvistum 6.47
7 Miina Sarsama Freir fra Kaakkola 6.43
7 Saga Knutsen Eiriksdottir Ýmir frá Selfossi 6.43
9 Mylou Suylen Frami frá Gunnlaugsstöðum 6.40
10 Dromelot van Helvoort Glymjandi frá Íbishóli 6.30
10 Julie Thorsbye Andersen Aron frá Þóreyjarnúpi 6.30

 

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar