„Þakklátur fyrir að fá að upplifa þetta“

Þórarinn ásamt sonum sínum þeim Einari Inga og Arnóri Elí. Hjá þeim stendur Herkúles og Finnur Ingólfsson, tengdafaðir Þórarins og ræktandi hestsins.
Þórarinn Ragnarsson og Herkúles frá Vesturkoti voru á meðal þátttakenda í B-úrslitum í fimmgangi sem fram fóru í morgun. Þeir gerðu vel á fyrstu fjórum atriðunum og voru í öðru sæti að þeim loknum. Þeir náðu ekki sínu besta fram í skeiðsýningum og niðurstaðan varð tíunda sæti í fimmgangi með 6,38 í einkunn.
Herkúles heldur nú á nýtt heimili sitt í Lúxemborg til Patty Fleming.
Sigurvegari B-úrslitanna var Anne Frank Andresen á Vökli frá Leirubakka þau hlutu í einkunn 7,17 og keppa til A-úrslita á morgun.
Arnar Bjarki náði Þórarni í stutt spjall að loknum B-úrslitunum
Niðurstaða B-úrslita
# | Knapi | Hestur | Einkunn | ||||
6 | Anne Frank Andresen | Vökull frá Leirubakka | 7.17 | ||||
7 | Caspar Logan Hegardt | Oddi från Skeppargården | 6.98 | ||||
8 | Oliver Egli | Hákon frá Báreksstöðum | 6.79 | ||||
9 | Carina Piber | Milljarður frá Stóra-Aðalskarði | 6.60 | ||||
10 | Þórarinn Ragnarsson | Herkúles frá Vesturkoti | 6.38 |