Anne Stine heimsmeistari í fjórgangi

Anne Stine og Hæmir hlupu sigurhringinn í fullkominni samhæfingu. Ljósmynd: Patty Van Der Kaaij
A-úrslit í fjórgangi fullorðinna eru nú yfirstaðinn. Þar átti Ísland einn fulltrúa, Helgu Unu Björnsdóttur og Ósk frá Stað. Lokastaða þeirra varð sjötta sætið með einkunnina 7,43. Góð frammitaða hjá Helgu Unu á mótinu sem náði silfri í slaktaumatölti og samanlögðum fjórgangsgreinum auk þess að ríða til úrslita í fjórgangi.
Anne Stine Haugen og Hæmir fra Hyldsbæk voru í sérflokki í forkeppni í fjórgangi, í úrslitunum nálguðust hinir knaparnir hana meira. Eftir sýningu á hægu tölti og brokki var Anne Stine kominn niður í sjötta sætið. Hún átti hinsvegar frábærar sýningar á feti, stökki og greiðu tölti og stendur uppi sem heimsmeistari í greininni með 7,97 í einkunn og ljóst að gullið fer til Noregs. Christina Lund sem einnig er frá Noregi varð í öðru sæti með einkunnina 7,90 á Lukku-Blesa frá Selfossi og í þriðja sætinu varð Lilja Thordarson fyrir hönd Þýskalands á Hjúpi frá Herríðarhóli með 7,67 í einkunn.
# | Knapi | Hestur | Einkunn |
1 | Anne Stine Haugen | Hæmir fra Hyldsbæk | 7.97 |
2 | Christina Lund | Lukku-Blesi frá Selfossi | 7.90 |
3 | Lilja Thordarson | Hjúpur frá Herríðarhóli | 7.67 |
4 | Jóhann Rúnar Skúlason | Evert fra Slippen | 7.63 |
5 | Lisa Schürger | Kjalar frá Strandarhjáleigu | 7.60 |
6 | Helga Una Björnsdóttir | Ósk frá Stað | 7.43 |