„Frábær hross, veður og fólk, allt sem okkur dreymdi um“

Roman Spieler og hans fólk á heimsmeistaramótinu í Sviss hafði í nógu að snúast í aðdraganda mótsins og á meðan því stóð. Mótið þótti takast stórkostlega og það var sama við hvern var talað hvort sem það voru mótsgestir, knapar eða starfsfólk að þá var mikil ánægja með framkvæmdina.
Að loknu mótinu tók Arnar Bjarki stutt spjall við Roman Spieler sem fram fór á ensku og hægt er að horfa á hér að neðan.