Skráningu að ljúka á Sumarsmell Spretts

Sumarsmellur Spretts verður haldin 23.- 24. ágúst á félagssvæði Spretts. Aldurstakmark á mótinu er 22 ár, skráningargjald er 8000 kr í allar greinar. Skráningafrestur er til og með miðvikudaginn 20.ágúst.
Keppt verður í eftirfarandi greinum:
Meistaraflokkur: Fjórgangur V2, fimmgangur F2, tölt t3, tölt t4, gæðingaskeið og 100 m skeið.
1. Flokkur: Fjórgangur V2, fimmgangur F2, tölt t3, tölt t4, tölt t7 og gæðingaskeið.
2. Flokkur: Fjórgangur V2, fimmgangur F2, tölt t3, tölt t4 og tölt t7.
3. Flokkur: Fjórgangur V5 og tölt t7
Mótshaldari áskilur sér rétt að sameina flokka ef þátttaka er dræm.