Kynbótasýningar Upplyfting í 10 fyrir hægt tölt

  • 22. ágúst 2025
  • Fréttir

Upplyfting frá Reykjavík hlaut 10 fyrir hægt tölt, sýnandi Benjamín Sandur Ingólfsson

Síðsumarssýning Rangárbökkum, dagana 18. til 22. ágúst

Upplyfting frá Reykjavík hlaut í dag 10 fyrir hægt tölt á síðsumarssýningu á Hellu. Fyrir hæfileika hlaut hún 8,54 og fyrir sköpulag 8,16 sem gerir 8,41 í aðaleinkunn. Hlaut hún 8,5 fyrir alla eiginleika í hæfileikadómi nema 10 fyrir hægt tölt, 9,0 fyrir samstarfsvilja og fegurð í reið og 7,5 fyrir fet.

Upplyfting er átta vetra undan Austra frá Úlfsstöðum og Valhöll frá Reykjavík en eigandi og ræktandi er Leó Geir Arnarson. Sýnandi var Benjamín Sandur Ingólfsson.

Hér fyrir neðan eru dómur Upplyftingar

45)
IS2017225481 Upplyfting frá Reykjavík
Örmerki: 352098100081943
Litur: 27000 Dökkbrúnn, svartur
Ræktandi: Leó Geir Arnarson
Eigandi: Leó Geir Arnarson
F.: IS2009176234 Austri frá Úlfsstöðum
Ff.: IS2000125300 Bragi frá Kópavogi
Fm.: IS2003201081 Sýn frá Söguey
M.: IS2009225234 Valhöll frá Reykjavík
Mf.: IS2003181962 Ómur frá Kvistum
Mm.: IS1997225233 Vala frá Reykjavík
Mál (cm): 140 – 128 – 131 – 62 – 139 – 37 – 48 – 46 – 6,0 – 26,0 – 17,0
Hófa mál: V.fr.: 8,3 – V.a.: 7,5
Sköpulag: 8,0 – 8,0 – 8,5 – 8,5 – 8,0 – 8,5 – 8,0 – 7,0 = 8,16
Hæfileikar: 8,5 – 8,5 – 8,5 – 8,5 – 8,5 – 9,0 – 9,0 – 7,5 = 8,54
Hægt tölt: 10

Aðaleinkunn: 8,41
Hæfileikar án skeiðs: 8,55
Aðaleinkunn án skeiðs: 8,41
Sýnandi: Benjamín Sandur Ingólfsson
Þjálfari: Leó Geir Arnarson

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar