Skeiðleikar í kvöld í beinni á EiðfaxaTV

WR Suðurlandsmótið fer fram á Rangárbökkum við Hellu nú um helgina og hefst í kvöld á Skeiðleikum á vegum Skeiðfélagsins. Mótið verður allt í beinni útsendingu á EiðfaxaTV.
Hörku fljótir hestar eru skráðir til leiks í öllum vegalengdum skeiðkappreiðanna til viðbótar við unga og efnilega hesta, við mælum með því að fylgjast með því oft hafa bestu tímar ársins verið settir um þetta leyti árs.
Fimmtudagur 28.ágúst
kl 19:00 Skeiðleikar 250m, 150m, 100m
Föstudagur 29.ágúst
kl 12:00 – 15:30 fjórgangur V1 meistara
kl 15:30 – 16:00 kaffi
kl 16:00 – 18:00 fimmgangur F1 meistara
kl 18:00 – 18:30 tölt T3 meistara
kl 18:30 – 18:50 tölt T3 opinn flokk 2
kl 18:50 – 19:10 tölt T3 opinn flokk 1
kl 19:10 – 19:30 tölt T7 opinn flokk 2
Laugardagur 30.ágúst
kl 9:00 – 10:25 tölt T1 meistara
kl 10:25 – 10:50 tölt T4 opinn flokk 1
kl 10:50 – 12:30 fimmgangur F2 meistara
kl 12:30 – 13:00 Matur
kl 13:00 – 13:20 fimmgangur F2 opinn flokk 1
kl 13:20 – 14:00 fjórgangur V2 meistara
kl 14:00 – 14:30 fjórgangur V2 opinn flokk 1
kl 14:30 – 15:00 fjórgangur V2 opinn flokk 2
kl 15:00 – 17:00 tölt T2 meistara
kl 17:00 – 17:20 kaffi
kl 17:20 – 19:00 Gæðingaskeið PP1 (byrjum á meistaraflokk og klárum hann, tökum svo opinn flokk 1 og 2)
Sunnudagur 31.ágúst
Úrslitadagur