Stórmót auglýst til umsóknar

Landssamband hestamannafélaga auglýsir til umsóknar eftirfarandi mót:
- Íslandsmót fullorðinna og ungmenna 2028
- Íslandsmót barna og unglinga 2028
- Íslandsmót í gæðingalist 2026 (innanhússmót sem haldið skal fyrir 15. maí)
- Áhugamannamót Íslands 2026
Dagsetningar mótanna eru ákveðnar í samráði við mótshaldara og að teknu tilliti til dagsetninga annarra móta.
Á Íslandsmóti fullorðinna og ungmenna er keppt í íþróttakeppni í efsta styrkleikaflokki þar sem keppendur eru einir inni á vellinum í einu.
Á Íslandsmóti barna og unglinga er keppt í íþróttakeppni og gæðingakeppni.
Á Íslandsmóti í gæðingalist er keppt í öllum aldursflokkum og skal mótið haldið fyrir 15. maí 2026.
Á Áhugamannamóti Íslands er keppt í íþróttakeppni og gæðingakeppni í 1., 2. og 3. flokki.
Umsóknir áhugasamra mótshaldara skulu berast Landssambandi hestamannafélaga fyrir 1. október nk. á netfangið lh@lhhestar.is.
www.lh.is