Salóme efst í flokki 4.vetra hryssa

  • 21. september 2025
  • Fréttir

Salóme frá Hellubæ og Olil Amble. Ljósmynd: Gangmyllan

63 hryssur sýndar í fullnaðardómi

Kynbótasýningum ársins er lokið á Íslandi og því tímabært að fjalla um 10 hæst dæmdu hross ársins í hverjum aldursflokki. Nú beinum við sjónum okkar að flokki fjögurra vetra gamalla hryssa. Alls voru þær 63 talsins hryssurnar sem sýndar voru í þessum aldursflokki í fullnaðardómi.

Hæst dæmd þeirra er Salóme frá Hellubæ sem sýnd var á miðsumarssýningu á Hellu af eiganda sínum, Olil Amble. Ræktandi hennar er Gíslína Jensdóttir og er Salóme undan Álfakletti frá Syðri-Gegnishólum og Hamingju frá Hellubæ. Hún hlaut fyrir sköpulag einkunnina 8,22 með jafnar einkunnir fyrir alla þætti sköpulagsins. Fyrir hæfileika hlaut hún 8,55 og þar á meðal 9,0 fyrir tölt, samstarfsvilja og fegurð í reið aðaleinkunn hennar er því 8,44. Salóme er því ekki eingöngu hæst dæmda hryssan í sínum aldursflokki heldur hæst dæmda fjögurra vetra hrossið í heiminum í ár.

Þegar litið er til sköpulags að þá hlaut Heba frá Ragnheiðarstöðum hæstu einkunn ársins, 8,77.  Hún er undan Apollo frá Haukholtum og Hrund frá Ragnheiðarstöðum, ræktandi hennar er Helgi Jón Harðarson en eigendur eru HJH Eignarhaldsfélag ehf og Birgir Már Ragnarsson. Hlaut Heba meðal annars 9,5 bæði fyrir háls, herðar og bóga og samræmi.

 

10 efstu 4.vetra hryssur ársins á Íslandi

Nafn Uppruni í þgf. Sýnandi Sköpulag Hæfileikar Aðaleinkunn 
Salóme Hellubæ Olil Amble 8.22 8.55 8.44
Glíma Grund II Þorgeir Ólafsson 8.46 8.35 8.39
Krafla Hveragerði Janus Halldór Eiríksson 8.66 8.22 8.38
Þruma Dýrfinnustöðum Barbara Wenzl 8.42 8.28 8.33
Snerting Laugalandi 1 Björn Haukur Einarsson 8.29 8.35 8.33
Salvör Lækjarbrekku 2 Bjarney Jóna Unnsteinsdóttir 8.34 8.26 8.29
Heba Ragnheiðarstöðum Þorgeir Ólafsson 8.77 8.02 8.29
Skjóna Tvennu Barbara Wenzl 8.04 8.41 8.28
Hrafndís Leirulæk Þorgeir Ólafsson 8.36 8.24 8.28
Snilld Breiðholti í Flóa Árni Björn Pálsson 8.11 8.35 8.27

 

 

 

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar