„Hestamenn eru upp til hópa skrautlegar týpur“

  • 19. september 2025
  • Sjónvarp Fréttir

Tökur hafa staðið yfir á sjónvarpsþáttaröðinni Bless bless Blesi í allt sumar, en um er að ræða nýja íslenska glæpaseríu sem hverfist um hest. Verkefnið er gríðarlega viðamikið og tökum lauk á Suðurlandi nú í vikulok, en framundan er langt eftirvinnsluferli.

Þrátt fyrir að þættirnir séu ekki tilbúnir hafa þeir þegar verið seldir til fjölda landa, auk þess sem RÚV hefur tryggt sér sýningarréttinn hér á landi.

Magnús Benediktsson og Hulda Geirsdóttir hittu á höfunda og framleiðendur þáttanna, þá Jónas Margeir og Birki Blæ, þegar tökum lauk á Árbakka í vikunni, sem sögðu frá verkefninu og af hverju þeir, sem ekki eru hestamenn, heilluðust af þessu viðfangsefni.

 

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar