Alda efst fimm vetra hryssa

Alda frá Sumarliðabæ 2 á Landsmóti árið 2024 ásamt knapa sínum Þorgeiri Ólafssyni Ljósmynd: Óðinn Örn
Við höldum áfram umfjöllun okkar um hæst dæmdu hross ársins í kynbótadómi á Íslandi. Alls voru þær 170 talsins hryssurnar sem sýndar voru í fullnaðardómi í flokki fimm vetra gamalla.
Hæstan dóm hlaut Alda frá Sumarliðabæ 2 með 8,16 fyrir sköpulag, 9,0 fyrir hæfileika og í aðaleinkunn 8,71. Ræktendur hennar eru Birgir Már Ragnarsson og Silja Hrund Júlíusdóttir en eigandi er Svarthöfði-Hrossarækt ehf. Sýnandi Öldu var Þorgeir Ólafsson. Alda er móálótt að lit undan Álfarni frá Syðri-Gegnishólum og Bylgju frá Einhamri 2, fyrir hæfileika hlaut hún m.a. einkunnina 9,5 fyrir samstarfsvilja og 9,0 fyrir tölt, brokk, skeið, fegurð í reið, fet og hægt tölt. Alhliðahryssa sem afburðagetu á öllum gangi en hún var einnig sú hryssa sem hæstan dóm hlaut fyrir hæfileika.
Þegar litið er til sköpulags er hæst dæmd í þessum aldursflokki, Garún frá Austurási. Ræktuð af þeim Hauki Baldvinssyni og Ragnhildi Loftsdóttur en eigandi er Austurás ehf. Hlaut hún fyrir sköpulag 8,75 með 9,5 fyrir höfuð og 9,0 fyrir háls, herðar og bóga, samræmi og fótagerð. Garún er undan Útherja frá Blesastöðum og Óperu frá Nýjabæ.
Hæst dæmdu 5. vetra hryssur ársins
Nafn | Uppruni í þgf. | Sýnandi | Sköpulag | Hæfileikar | Aðaleinkunn ▴ |
Alda | Sumarliðabæ 2 | Þorgeir Ólafsson | 8.16 | 9 | 8.71 |
Óskastund | Steinnesi | Árni Björn Pálsson | 8.29 | 8.85 | 8.65 |
Brynja | Nýjabæ | Brynja Kristinsdóttir | 8.19 | 8.89 | 8.65 |
Hugsýn | Ketilsstöðum | Elín Holst | 8.38 | 8.77 | 8.63 |
Melrós | Hemlu II | Helga Una Björnsdóttir | 8.59 | 8.64 | 8.62 |
Ragna | Sumarliðabæ 2 | Þorgeir Ólafsson | 8.29 | 8.72 | 8.57 |
Kría | Árbæ | Árni Björn Pálsson | 8.56 | 8.39 | 8.45 |
Hamingja | Árbæ | Árni Björn Pálsson | 8.61 | 8.34 | 8.43 |
Garún | Austurási | Teitur Árnason | 8.75 | 8.25 | 8.42 |
Birta | Ólafsbergi | Árni Björn Pálsson | 8.31 | 8.46 | 8.41 |
Skriða | Leirulæk | Þorgeir Ólafsson | 8.27 | 8.48 | 8.41 |