Ragnar Tómasson látinn

Ljósmynd: mbl.is
Ragnar Tómasson lögfræðingur og hestamaður lést þann 28. september síðastliðinn en hann var fæddur þann 30. janúar árið 1939 og var því 86 ára að aldri. Ragnar var um tíma hluthafi í Eiðfaxa og skrifaði greinar og tók virkan þátt í starfsemi fjölmiðilsins, fyrir sinn þátt í því að stuðla að starfsemi þessa miðils er honum sérstaklega þakkað.
Hann var kvæntur Dagnýju Ólafíu Gísladóttur sem lést árið 2016 og saman áttu þau börnin Rögnu Þóru, Tómas, Dagnýju Ólafíu og Arnar Þór sem öll lifa foreldra sína að undanskildum Tómasi sem lést árið 2010. Barnabörn þeirra eru 12 og barnabarnabörnin 4.
Í andlátsfrétt á vef morgunblaðsins kemur fram að Ragnar hafi verið mikill hestamaður og meðal annars sinnt ýmsum félagsstörfum í þeirra þágu allt frá árinu 1972. Var hann m.a formaður Íþróttadeildar Fáks, stjórn íþróttaráðs LH, liðsstjóri íslenska landsliðsins á Evrópumótinu í hestaíþróttum árið 1985 auk þess að hafa um tíma verið íþróttadómari. Þá vann að m.a. að skpulagningu unglingastarfs hjá nokkrum hestamannafélögum.
Starfsfólk Eiðfaxa vottar aðstandendum og vinum Ragnars samúðar en útför hans fer fram frá Grafarvogskirkju fimmtudaginn 16. október klukkan 13.