Nýtt hlaðvarp fyrir áhugafólk um íslenska hestinn

  • 10. október 2025
  • Fréttir
Nýtt hlaðvarp hefur hafið göngu sína en það kallast „The Mane Talk“. 

Þáttarstjóri er hin sænska Malin Andersson en hún hefur verið búsett hér á Íslandi s.l. fimm ár og er útskrifaður tamningamaður og reiðkennari frá Háskólanum á Hólum.

Í hverjum þætti mun Malin fá til sín áhugaverða gesti en segir hún markmið hlaðvarpsins vera að dreifa þekkingu og innblæstri um margvísleg málefni sem tengjast íslenska hestinum.

Fyrsti þátturinn kom út í gær en viðmælandinn þáttarins er heimsmeistarinn í samanlögðum fimmgangsgreinum, Caspar Logan Hegardt.

HÉR er hægt að hlusta á þáttinn.

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar