Tólf bú tilnefnd sem ræktunarbú ársins 2025

Fagráð í hrossarækt hefur valið þau hrossaræktarbú sem tilnefnd eru til árlegrar heiðursviðurkenningar Bændasamtaka Íslands, ræktunarbú ársins.
Valið stóð á milli 56 búa sem náð höfðu athyglisverðum árangri á árinu. Tilnefnd eru 12 efstu bú ársins að loknum útreikningi.
Reglur fagráðs um ræktunarbú ársins má finna inn á heimasíðu Bændasamtaka Íslands, bondi.is. Tilnefnd bú munu hljóta viðurkenningu á ráðstefnunni Hrossarækt 2025 sem haldin verður í Samskipahöllinni reiðhöll Spretts laugardaginn 8. nóvember næstkomandi og byrjar kl. 13:00. Ræktunarbú ársins verður svo verðlaunað á Uppskeruhátíð hestamanna sem verður haldin um kvöldið.
Í stafrófsröð eru tilnefnd bú:
Berg, Anna Dóra Markúsardóttir og Jón Bjarni Þorvarðarson
Efsta-Sel, Daníel Jónsson, Bertha María Waagfjörð og Hilmar Sæmundsson
Fákshólar, Helga Una Björnsdóttir og Jakob Svavar Sigurðsson
Finnastaðir, Björgvin Daði Sverrisson og Helena Ketilsdóttir
Hrafnagil, Jón Elvar Hjörleifsson og Berglind Kristinsdóttir
Lækjamót, Sonja Líndal Þórisdóttir, Friðrik Már Sigurðsson, Ísólfur Líndal Þórisson, Vigdís Gunnarsdóttir, Guðmar Hólm Ísólfsson Líndal, Þórir Ísólfsson og Elín Rannveig Líndal
Ketilsstaðir/Syðri-Gegnishólar, Bergur Jónsson og Olil Amble
Ragnheiðarstaðir, Helgi Jón Harðarson og fjölskylda
Skipaskagi, Jón Árnason, Sigurveig Stefánsdóttir og fjölskylda
Sumarliðabær 2, Birgir Már Ragnarsson og Silja Hrund Júlíusdóttir
Vöðlar, Ástríður Lilja Guðjónsdóttir, Margeir Þorgeirsson og fjölskylda
Ytri-Skógar, Ingimundur Vilhjálmsson og Margrét Helga Jónsdóttir
Fagráð í hrossarækt óskar tilnefndum búum innilega til hamingju með frábæran árangur.
