Hljómur efstur elstu stóðhesta
Hljómur frá Auðsholtshjáleigu og Árni Björn Pálsson á HM2025 Ljósmynd: Henk & Patty
Alls voru 42 stóðhestar sjö vetra og eldri sýndir á Íslandi í ár. Hæst dæmdur þeirra er Hljómur frá Auðsholtshjáleigu sem hlaut í aðaleinkunn 8,77 sýndur af Árna Birni Pálssyni. Hlaut hann fyrir sköpulag 8.76 þar sem hæst ber 9,5 fyrir bak og lend og hófa. Fyrir hæfileika hlaut hann 8.78 þar af 9,0 fyrir tölt, brokk, samstarfsvilja, fegurð í reið og hægt tölt aðaleinkunn hans er 8,77. Ræktendur Hljóms eru þau Gunnar Arnarson og Kristbjörg Eyvindsdóttir en eigandi er Stutteri Egebjerggård I/S í Danmörku. Hljómur er undan Organista frá Horni og heiðursverðlaunahryssunni Tíbrá frá Auðsholtshjáleigu.
Sá hestur í þessum flokki sem hæsta einkunn hlaut fyrir hæfileika var Gauti frá Vöðlum, sýndur af Teiti Árnasyni, hlaut hann m.a. 9,5 fyrir samstarfsvilja og 9,0 fyrir tölt, brokk, skeið, fegurð í reið og hægt tölt og var hæfileikaeinkunn hans 8,88. Ræktandi Gauta er Margeir Þorgeirsson en eigandi er Anja Egger-Meier og Kronshof GbR. Faðir Gauta er Glaður frá Prestsbakka og móðir heiðursverðlaunahryssan Nótt frá Oddsstöðum I.
Hæsta sköpulagseinkunn í þessum flokki hlaut Ísar frá Vatnsleysu en sá var sýndur af Ævari Erni Guðjónssyni og er undan Hraunari frá Vatnsleyu og Ísbjörgu frá Vatnsleysu. Ræktandi hans er Björn Friðrik Jónsson en eigandi Hestar ehf. Hlaut Ísar 8,85 fyrir sköpulag og þar af 9,5 fyrir bak og lend og samræmi og 9,0 fyrir hófa.
Hæstu dæmdu sjö vetra og eldri stóðhestar ársins á Íslandi
| Nafn | Uppruni í þgf. | Sköpulag | Hæfileikar | Aðaleinkunn | Sýnandi |
| Hljómur | Auðsholtshjáleigu | 8.76 | 8.78 | 8.77 | Árni Björn Pálsson |
| Gauti | Vöðlum | 8.42 | 8.88 | 8.72 | Teitur Árnason |
| Kjarni | Korpu | 8.55 | 8.78 | 8.7 | Gústaf Ásgeir Hinriksson |
| Sindri | Lækjamóti II | 8.82 | 8.55 | 8.64 | Guðmar Hólm Ísólfsson Líndal |
| Rúrik | Halakoti | 8.36 | 8.77 | 8.63 | Viðar Ingólfsson |
| Hlýri | Bergi | 8.09 | 8.85 | 8.59 | Þorgeir Ólafsson |
| Gýmir | Skúfslæk | 8.31 | 8.68 | 8.55 | Gústaf Ásgeir Hinriksson |
| Illugi | Miklaholti | 8.53 | 8.47 | 8.49 | Daníel Jóonsson |
| Prins | Vöðlum | 8.08 | 8.69 | 8.48 | Gústaf Ásgeir Hinriksson |
| Svaki | Úlfsstöðum | 8.51 | 8.45 | 8.47 | Bjarni Jónsson |
Minningarorð um Ragnar Tómasson
Landsmótið verður í beinni á EiðfaxaTV