Bændasamtök Íslands Fagþing hrossaræktarinnar

  • 6. nóvember 2025
  • Tilkynning
Fer fram í reiðhöll Sörla föstudaginn 7.nóvember

Fagþing hrossaræktarinnar fer fram í reiðhöll Sörla í Hafnarfirði á morgun, föstudaginn 7. nóvember.

Matur verður í boði Búgreinadeildar hrossabænda en nauðsynlegt er að skrá sig í matinn. Síðasti skráningardagur er í dag, 6. nóvember, og er hægt að skrá sig í matinn með því að smella hér.

Þingið hefst klukkan 13:00 og dagskrá hefst á umræðum og vinnuborðum á lið sem nefnist Félagskerfið okkar – hver er staðan og hvaða sviðsmyndir eru í boði. Þá munu fyrirlestrar og kynningar fara fram auk pallborðsumræðna um framkvæmd kynbótasýninga og dóma og lýkur dagskrá á umræðum um vinnu við mótun reglna í kringum sæðingar.

Heildardagskrá fagþingsins má kynna sér nánar með því að smella hér og eru hestamenn hvattir til að mæta.

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar