Landsamband hestamanna Efnilegustu knapar ársins

  • 8. nóvember 2025
  • Fréttir
Heimsmeistarar og Íslandsmeistarar

Efnilegasti knapi ársins eru að þessu sinni tveir eða þau Kristján Árni Birgisson og Védís Huld Sigurðardóttir en valið var kunngjört rétt í þessu á Uppskeruhátíð Landssambands hestamannafélaga sem haldin er í Gamla bíó. Í tilkynningu frá Landssambandinu kemur fram:

Kristján varð á árinu tvöfaldur heimsmeistari í ungmennaflokki þegar hann sigraði 100 m. skeið og 250 m. skeið á Kröflu frá Syðri-Rauðalæk. Hann varð einnig Íslandsmeistari í 100 m skeiði á Kröflu og í gæðingaskeiði í ungmennaflokki á Súlu frá Kanastöðum. Védís Huld varð á árin tvöfaldur heimsmeistari í ungmennaflokki, í tölti og fjórgangi, á Ísak frá Þjórsárbakka. Hún varð einnig Íslandsmeistari í tölti og fjórgangi á Ísaki.

Eiðfaxi óskar Kristjáni og Védísi innilega til hamingju með árangur ársins!

Aðrir tilnefndir voru:
  • Guðmar Hólm Ísólfsson Líndal
  • Sara Dís Snorradóttir
  • Védís Huld Sigurðardóttir

Jóni Ársæli Bergmanni var veitt sérstök verðlaun á hátíðinni fyrir árangur sinn á árinu en hann varð þrefaldur heimsmeistari í ungmennaflokki á Hörpu frá Höskuldsstöðum. Hann sigraði fimmgang, gæðingaskeið og samanlagðar fimmgangsgreinar á mótinu ásamt því að ná frábærum árangri á fjölda móta hér á Íslandi sumarið 2025.

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar