Landsamband hestamanna Konráð Valur er knapi ársins

  • 8. nóvember 2025
  • Fréttir
„Konungur kappreiðanna á Íslandi þessi misserin er Konráð Valur“

Knapi ársins 2025 er Konráð Valur Sveinsson en valið var kunngjört rétt í þessu á Uppskeruhátíð Landssambands hestamannafélaga sem haldin er í Gamla bíói. Í tilkynningu frá Landssambandinu kemur fram:

Konungur kappreiðanna á Íslandi þessi misserin er Konráð Valur. Konráð setti á árinu frábært heimsmet í 250 m. skeiði á Kastori frá Garðshorni á Þelamörk þegar þeir félagar hlupu sprettinn á 21.06 sek á Íslandsmótinu í sumar. Konráð er þar að auki Íslandsmeistari í 100 m skeiði og 250 m skeiði ásamt því að hafa sigrað sömu greinar á Reykjavíkurmeistaramótinu. Hann er einnig samanlagður sigurvegari skeiðleika Skeiðfélagsins, og þar með Ödershafinn 2025.

Eiðfaxi óskar Konráði Val innilega til hamingju með árangur ársins.

Aðrir tilnefndir í þessum flokki eru þeir knapar sem tilnefndir voru í fullorðinsflokki

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar