Konráð Valur er knapi ársins
Knapi ársins 2025 er Konráð Valur Sveinsson en valið var kunngjört rétt í þessu á Uppskeruhátíð Landssambands hestamannafélaga sem haldin er í Gamla bíói. Í tilkynningu frá Landssambandinu kemur fram:
„Konungur kappreiðanna á Íslandi þessi misserin er Konráð Valur. Konráð setti á árinu frábært heimsmet í 250 m. skeiði á Kastori frá Garðshorni á Þelamörk þegar þeir félagar hlupu sprettinn á 21.06 sek á Íslandsmótinu í sumar. Konráð er þar að auki Íslandsmeistari í 100 m skeiði og 250 m skeiði ásamt því að hafa sigrað sömu greinar á Reykjavíkurmeistaramótinu. Hann er einnig samanlagður sigurvegari skeiðleika Skeiðfélagsins, og þar með Ödershafinn 2025.“
Eiðfaxi óskar Konráði Val innilega til hamingju með árangur ársins.
Konráð Valur er knapi ársins
Minningarorð um Ragnar Tómasson