„Mikil vinna en afar skemmtileg“
F.v. Bergur Jónsson, Elin Holst og Olil Amble
Á fagráðsstefnu hrossaræktarinnar sem fram fór í gær voru veitt hin ýmsu verðlaun fyrir afrek ársins á kynbótabrautinni sem nánar verður fjallað um hér á vef Eiðfaxa á næstu dögum.
Lokaverðlaun ráðstefnunnar voru að útnefna hvaða ræktendur hlytu hinn eftirsótta titil, Ræktendur ársins. Af þeim tólf búum sem tilnefnd voru í flokknum voru það þau Olil Amble og Bergur Jónsson sem útnefnd voru sem ræktendur ársins fyrir ræktun sína að Ketilsstöðum og Syðri-Gegnishólum og er það í sjöunda sinn sem þessu magnaða hestafólki hlotnast sá heiður.
Á árinu voru sýnd frá þeim 15 hross sem hlutu í aldursleiðrétta meðaleinkunn 8,41. Lista yfir alla þá gæðinga má skoða hér neðar í fréttinni en þar að auki hlaut Álfhildur frá Syðri-Gegnishólum Glettubikarinn, því hún stóð efst heiðursverðlauna hryssa á árinu með 128 stig í aðaleinkunn kynbótamatsins og fimm sýnd afkvæmi.
Að verðlaunaafhendingu lokinni tók Arnar Bjarki viðtal við þau Berg og Olil sem horfa má á hér í myndbandsspilaranum að neðan.
Hross sýnd frá Syðri-Gegnishólum/Ketilsstöðum árið 2025
| Nafn | Einkunn |
| Hugsýn frá Ketilsstöðum | 8,63 |
| Krafla frá Ketilsstöðum | 8,59 |
| Drangur frá Ketilsstöðum | 8,58 |
| Knörr frá Ketilsstöðum | 8,37 |
| Áshildur frá Syðri-Gegnishólum | 8,35 |
| Kondór frá Ketilsstöðum | 8,31 |
| Halur frá Ketilsstöðum | 8,28 |
| Eldjárn frá Syðri-Gegnishólum | 8,24 |
| Vignir frá Syðri-Gegnishólum | 8,24 |
| Sigð frá Syðri-Gegnishólum | 8,24 |
| Klettagjá frá Ketilsstöðum | 8,12 |
| Hugar frá Ketilsstöðum | 8,04 |
| Djarfur frá Ketilsstöðum | 8,02 |
| Hildar frá Syðri-Gegnishólum | 7,99 |
| Vattar frá Ketilsstöðum | 7,89 |
Konráð Valur er knapi ársins
Minningarorð um Ragnar Tómasson