Landsamband hestamanna „Við skuldum Íslandsmóti að gera þessa tilraun“

  • 23. nóvember 2025
  • Fréttir
Viðtal við Lindu Björk formann LH

Töluverð umræða hefur orðið um dagsetningu Íslandsmóts sem áætlað er að fari fram dagana 17.-21. júní á félagssvæði Sörla í Hafnarfirði. Félag tamningamanna sendi frá sér yfirlýsingu þar sem þau hvöttu til endurskoðunar á dagsetningu mótsins. Var sú gagnrýni aðallega byggð á því að með þessu sé Íslandsmótið sett á sama tíma og kynbótasýningar og úrtökur fyrir Landsmót og með þessu sé verið að setja óþarfa álag á hesta og knapa. Þá sendi Gæðingadómarafélagið frá sér yfirlýsingu í síðustu viku að loknum aðalfundi félagsins sem var á sömu leið og tilkynning FT.

Af þessu tilefni hittu blaðamenn Eiðfaxa á Lindu Björk Gunnlaugsdóttur, formann LH, og ræddu við hana um hvaða ástæður væru fyrir vali á Íslandsmótinu og mótahald almennt.

Viðtalið má horfa á í spilaranum hér að neðan.

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar