Kristín Eir Íþróttamaður ársins hjá Borgfirðingi

  • 25. nóvember 2025
  • Fréttir

Uppskeruhátíð hestamannafélagsins Borgfirðings fór fram um helgina. þar voru veitt verðlaun fyrir stigahæstu knapa í öllum flokkum auk þess að verðlaun voru veitt fyrir efstu kynbótahross í öllum aldursflokkum. Þá var Hörpu Sigríði Magnúsdóttir veitt verðlaun sem sjálfboðaliði ársins.

Knapi ársins í Borgfirðingi var Kristín Eir Hauksdóttir Holaker en hún var einnig stigahæsti knapi ársins í unglingaflokki

  • Kristján Fjeldsted var stigahæsti knapi í barnaflokki.
  • Katrín Einarsdóttir var stigahæst í ungmennaflokki
  • Ámundi Sigurðsson stigahæsti knapi í flokki áhugamanna
  • Flosi Ólafsson stigahæstur í fullorðinsflokki.

 

Ræktunarbú ársins í Borgfirðini er Leirulækur en alls voru sýndar 5 hryssur frá þeim á árinu auk þess að Gnýpa frá Leirulæk hlaut heiðursverðlaun fyrir afkvæmi. Ræktendur að Leirulæk eru þau Guðrún Sigurðardóttir og Sigurbjörn Jóhann Garðarsson.

 

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar