Kristín Eir Íþróttamaður ársins hjá Borgfirðingi
Uppskeruhátíð hestamannafélagsins Borgfirðings fór fram um helgina. þar voru veitt verðlaun fyrir stigahæstu knapa í öllum flokkum auk þess að verðlaun voru veitt fyrir efstu kynbótahross í öllum aldursflokkum. Þá var Hörpu Sigríði Magnúsdóttir veitt verðlaun sem sjálfboðaliði ársins.
Knapi ársins í Borgfirðingi var Kristín Eir Hauksdóttir Holaker en hún var einnig stigahæsti knapi ársins í unglingaflokki
- Kristján Fjeldsted var stigahæsti knapi í barnaflokki.
- Katrín Einarsdóttir var stigahæst í ungmennaflokki
- Ámundi Sigurðsson stigahæsti knapi í flokki áhugamanna
- Flosi Ólafsson stigahæstur í fullorðinsflokki.
Ræktunarbú ársins í Borgfirðini er Leirulækur en alls voru sýndar 5 hryssur frá þeim á árinu auk þess að Gnýpa frá Leirulæk hlaut heiðursverðlaun fyrir afkvæmi. Ræktendur að Leirulæk eru þau Guðrún Sigurðardóttir og Sigurbjörn Jóhann Garðarsson.
Skagfirðingur hlýtur æskulýðsbikar LH 2025
Auður Stefánsdóttir keppnisknapi Spretts 2025
Uppskeruhátíð barna og unglinga hjá Geysir