Tökum fagnandi á móti aðsendu efni!

  • 26. nóvember 2025
  • Fréttir
Vilt þú koma þínum hugðarefnum til skila til lesenda Eiðfaxa?

Eiðfaxi hvetur alla þá sem hafa brennandi áhuga á hestum og hestamennsku til að senda inn greinar til Eiðfaxa um þau málefni sem þeir vilja koma á framfæri. Hvort sem um er að ræða álitamál, reynslusögur, skemmtisögur, fróðleik, rannsóknir, umræðu um ræktun, þjálfun, velferð hross eða annað sem snertir hestamennsku.

Við tökum fagnandi á móti öllu efni frá lesendum okkar en biðlum jafnframt greinarhöfunda um að vanda skrif sín, að þau séu málefnaleg og þá einnig að þau séu birt undir nafni höfundar.

Greinar má senda á eidfaxi@eidfaxi.is, og verða áhugaverðar innsendingar birtar á vefnum. Þetta er kjörinn vettvangur til að deila þekkingu, sjónarmiðum og reynslu með hestafólki um allan heim.

Einnig ef fólk á myndbandsupptökur af hestamótum fyrri tíðar, hestaferðum eða öðru efni sem ekki má glatast að þá er tekið við slíku efni til varðveislu.

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar