Ný rannsókn sýnir að fyrstu mánuðirnir móta keppnisferil hrossa

  • 27. nóvember 2025
  • Fréttir
Ný rannsókn frá Konunglega dýralækna skólanum (RVC) í Bretlandi staðfestir þetta.

Öllum hrossaræktendum er ljóst að fyrstu mánuðirnir í lífi hrossa hafa mikil áhrif á þroska þeirra síðar meir. Ný rannsókn frá Konunglega dýralækna skólanum (RVC) í Bretlandi staðfestir þetta.

Rannsóknin fylgdi 129 folöldum af Thoroughbred kyni, fæddum á árunum 2019–2020, frá fæðingu og fram til tamningar og keppni. Skráð var daglega útivera, heilsa og meðhöndlun folaldanna, auk gagna um heilsu og meðgöngu mæðra. Folöldin voru tekin undan mæðrum sínum á aldrinum 4–8 mánaða, og niðurstöðurnar sýndu skýrt að þau sem fengu meiri útiveru fyrstu mánuðina náðu betri árangri í keppni, þau tóku oftar þátt og unnu hærra verðlaunafé. Sterk fylgni var á milli þess hvenær folöldin voru vanin undan mæðrum sínum og árangurs í keppni.

Niðurstöðurnar styðja það sem lengi hefur verið haldið fram hér á Íslandi sem er það að frelsi og útivera fyrstu mánuðina eru lykillinn að góðri ræktun íslenska hestsins og árangri hrossanna síðar meir sem reiðhrossa og/eða keppnishrossa.

Þessi rannsókn undirstrikar mikilvægi þess að huga að bæði líkamlegum og andlegum þroska folalda strax frá fyrstu dögum lífs þeirra.

Hlekkur á greinina.

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar