Pierre og Goðasteinn með bestan árangur í fimmgangi

  • 1. desember 2025
  • Fréttir

Pierre og Goðasteinn á HM2025. Ljósmynd: Henk & Patty

Þorgeir og Aþena efst Íslendinga

Alþjóðlegum íþróttamótum (WR) lauk í október á þessu ári og því orðið ljóst hvaða knapar náðu bestum árangri í ár í mismunandi greinum íþróttakeppninnar.  Á heimasíðu FEIF eru aðgengilegur stöðulistar ársins sem byggja á WR mótum og eru þá tvær hæstu einkunnir knapa og hesta lagðar saman í eina einkunn.

Efstur á stöðulista ársins í fimmgangi er Pierre Sandsten Hoyos á Goðasteini frá Haukagili í Hvítarsíðu. En meðaleinkunn tveggja bestu einkunna hans er 7,85. Efstur Íslendinga á listanum er Þorgeir Ólafsson á Aþenu frá Þjóðólfshaga 1 með 7,60 í einkunn en hann er jafn Frauke Schenzel á Óðni vom Habichtswald í 2.-3. sæti með 7,60 í einkunn.

Lista yfir 20 efstu pör ársins í fimmgangi með skoða hér fyrir neðan,.

 

 


#
Knapi og hestur Einkunn
1 Pierre Sandsten Hoyos
Goðasteinn frá Haukagili Hvítársíðu
7.850
2 Frauke Schenzel
Óðinn vom Habichtswald
7.600
2 Þorgeir Ólafsson
Aþena frá Þjóðólfshaga 1
7.600
4 Lisa Schürger
Byr frá Strandarhjáleigu
7.480
5 Carina Piber
Milljarður frá Stóra-Aðalskarði
7.450
6 Glódís Rún Sigurðardóttir
Snillingur frá Íbishóli
7.415
7 Lena Maxheimer
Abel fra Nordal
7.400
8 Jón Ársæll Bergmann
Harpa frá Höskuldsstöðum
7.350
9 Elisa Graf
Óskasteinn vom Habichtswald
7.330
10 Hans Þór Hilmarsson
Ölur frá Reykjavöllum
7.285
11 Anne Frank Andresen
Vökull frá Leirubakka
7.250
12 Oliver Egli
Hákon frá Báreksstöðum
7.235
13 Ásmundur Ernir Snorrason
Askur frá Holtsmúla 1
7.230
14 Nathalie Schmid
Leiftur frá Lækjarbakka
7.215
14 Nils Christian Larsen
Sólon frá Þúfum
7.215
16 Elvar Þormarsson
Djáknar frá Selfossi
7.200
17 Glódís Rún Sigurðardóttir
Ottesen frá Ljósafossi
7.185
17 Laura Midtgård
Hraði fra Skovhuset
7.185
19 Frauke Schenzel
Náttdís vom Kronshof
7.115
20 Tekla Petersson
Vatnadís från Noastallet
7.100
20 Þórarinn Ragnarsson
Herkúles frá Vesturkoti
7.100

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar