Pierre og Goðasteinn með bestan árangur í fimmgangi
Pierre og Goðasteinn á HM2025. Ljósmynd: Henk & Patty
Alþjóðlegum íþróttamótum (WR) lauk í október á þessu ári og því orðið ljóst hvaða knapar náðu bestum árangri í ár í mismunandi greinum íþróttakeppninnar. Á heimasíðu FEIF eru aðgengilegur stöðulistar ársins sem byggja á WR mótum og eru þá tvær hæstu einkunnir knapa og hesta lagðar saman í eina einkunn.
Efstur á stöðulista ársins í fimmgangi er Pierre Sandsten Hoyos á Goðasteini frá Haukagili í Hvítarsíðu. En meðaleinkunn tveggja bestu einkunna hans er 7,85. Efstur Íslendinga á listanum er Þorgeir Ólafsson á Aþenu frá Þjóðólfshaga 1 með 7,60 í einkunn en hann er jafn Frauke Schenzel á Óðni vom Habichtswald í 2.-3. sæti með 7,60 í einkunn.
Lista yfir 20 efstu pör ársins í fimmgangi með skoða hér fyrir neðan,.
Skagfirðingur hlýtur æskulýðsbikar LH 2025
„Dagur í hestaferð“
Tjaldsvæði á Landsmóti á Hólum
„Setja allt sýningar- og keppnishald vorsins í óþarfa spennitreyju“