Sleipnir verðlaunaði knapa í yngri flokkum
Uppskeruhátíð knapa í yngri flokkum í Hestamannafélaginu Sleipni fór fram þann 27.nóvember í félagsheimili félagsins, Hlíðskjálf. Í frétta tilkynningu frá stjórn félgasins segir að hátíðin hafi heppnast vel í alla staði og boðið var upp á mat og ýmsa leiki þar sem þátttakan var góð.
Veittar voru eftirfarandi viðurkenningar:
Pollarnir fengu sérstakar viðurkenningar.
Knapar sem kepptu á Íslandsmeistaramótinu fengu viðurkenningar.

Þær Gabríela Máney, Sigrún Freyja og Svala Björk fengu viðurkenningu fyrir þátttöku á Íslandsmóti í barnaflokki

Elsa Kristín, Loftur Breki, Vigdís Anna og Viktor Óli fengu viðurkenningu fyrir þátttöku á Íslandsmóti í unglingaflokki

Júlía Mjöll og Kamilla Nótt fengu viðurkenningu fyrir knapamerki 1
Eftirfarandi knapar voru tilnefndir í barnaflokki:
Gabríela Máney Gunnarsdóttir
Kamilla Nótt Jónsdóttir
Sigrún Freyja Einarsdóttir
Svala Björk Hlynsdóttir
Knapi ársins 2025 í barnaflokki: Svala Björk Hlynsdóttir

Tilnefndir knapar í barnaflokki þar sem Svala Björk var stigahæsti knapi Sleipnis
Eftirfarandi knapar voru tilnefndir í unglingaflokki:
Elsa Kristín Grétarsdóttir
Loftur Breki Hauksson
Vigdís Anna Hjaltadóttir
Viktor Óli Helgason
Knapi ársins 2025 í unglingaflokki: Elsa Kristín Grétarsdóttir

Tilnefndir knapar í unglingaflokki þar sem Elsa Kristín Grétarsdóttir varð stigahæsti knapi Sleipnis
Sleipnir verðlaunaði knapa í yngri flokkum
Skagfirðingur hlýtur æskulýðsbikar LH 2025
Fagþing hrossaræktarinnar