Ásmundur og Hlökk efst á stöðulista í tölti og slaktaumatölti
Alþjóðlegum íþróttamótum (WR) lauk í október á þessu ári og því orðið ljóst hvaða knapar náðu bestum árangri í ár í mismunandi greinum íþróttakeppninnar. Á heimasíðu FEIF er aðgengilegur stöðulisti ársins sem byggir á WR mótum og er þá meðaltal tveggja hæstu einkunna knapa og hests lagðar saman í eina einkunn.
Ásmundur Ernir Snorrason og Hlökk frá Strandarhöfði unnu það magnaða afrek í ár að vera efst bæði á stöðulista ársins í tölti (T1) og slaktaumatölti (T2).
Þegar tölt (T1) er skoðað er Ásmundur Ernir Snorrason á Hlökk frá Strandarhöfði með 8,88 í einkunn, annar á listanum er Árni Björn Pálsson og Kastanía frá Kvistum með 8,85 og í því þriðja er Jakob Svavar Sigurðsson á Skarpi frá Kýrholti með 8,785.
Í slaktaumatölti eru Ásmundur Ernir og Hlökk efst með 8,90, önnur á listanum er Jolly Schrenk á Glæsi von Gut Wertheim með 8,55 og í þriðja sætinu er Daniel C. Schulz á Spuna vom Heesberg með 8,48 í einkunn.
Lista yfir 20 efstu pör ársins í tölti og slaktaumatölti má skoða hér fyrir neðan.
T1 – 20 efstu
T2 – 20 efstu
| 1 | Ásmundur Ernir Snorrason Hlökk frá Strandarhöfði |
8.900 | ||
| 2 | Jolly Schrenk Glæsir von Gut Wertheim |
8.550 | ||
| 3 | Daniel C. Schulz Spuni vom Heesberg |
8.480 | ||
| 4 | Lena Maxheimer Tvistur frá Kjarna |
8.430 | ||
| 5 | Helga Una Björnsdóttir Ósk frá Stað |
8.335 | ||
| 6 | Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir Hulinn frá Breiðstöðum |
8.270 | ||
| 7 | Christina Lund Lukku-Blesi frá Selfossi |
8.215 | ||
| 8 | Josje Bahl Alsvinnur vom Wiesenhof |
8.180 | ||
| 9 | Gerrit Sager Draumur frá Feti |
8.165 | ||
| 9 | Lisa Staubli Viðja frá Feti |
8.165 | ||
| 11 | Jakob Svavar Sigurðsson Hrefna frá Fákshólum |
8.100 | ||
| 11 | Jessica Rydin Rosi frá Litlu-Brekku |
8.100 | ||
| 13 | Jolly Schrenk Kvistur von Hagenbuch |
8.085 | ||
| 14 | Arnhildur Helgadóttir Frosti frá Hjarðartúni |
8.050 | ||
| 14 | Josefin Þorgeirsson Galsi vom Maischeiderland |
8.050 | ||
| 16 | Hákon Dan Ólafsson Viktor frá Reykjavík |
8.020 | ||
| 17 | Frauke Schenzel Óðinn vom Habichtswald |
8.000 | ||
| 18 | Christina Johansen Nóri fra Vivildgård |
7.950 | ||
| 19 | Lisa Schürger Byr frá Strandarhjáleigu |
7.850 | ||
| 19 | Oliver Egli Hákon frá Báreksstöðum |
7.850 |
Skagfirðingur hlýtur æskulýðsbikar LH 2025
Vel heppnaðir fræðslufundir hjá Hestamannafélaginu Létti
Danir heiðruðu sitt fólk fyrir árangur ársins
Norðurlandamótið í beinni á EiðfaxaTV